Do you feel lucky punk?
- Hamborgaralistaverk eftir meistarakokkana Viktor Örn og Hinrik Lárusson
- American Style aldrei betri eftir gæða- og vöruþróunarvinnu Gleðipinna
Eastwood er hamborgaralistaverk
Eastwood er glænýr hamborgari sem ögrar bragðlaukunum. Þeir Viktor Örn Andrésson og Hinrik Lárusson, sem undanfarið hafa leitt gæða- og vöruþróunarvinnu á American Style og Saffran, voru í essinu sínu þegar þeir settu þennan hamborgara saman. “Það er gríðarlega gaman að vinna með Gleðipinnum í matseðlinum á Stælnum. Eftir að við fórum yfir öll gæðamál, stækkuðum borgarann, mýktum kjötið og breyttum framsetningunni, þá fengum við svoldið að leika okkur. Hamborgari eins og Eastwood verður til þegar að kokkar fá að leika sér”, segir Hinrik Lárusson brosandi. Og Eastwood er svo sannarlega spennandi. 120 grömm af hágæðaungnautakjöti með stökkum jarðskokkum, lambhagasalati, vorlauk, trufflumajónesi, lauksultu, pikkluðum lauk og oriental dressingu.
Gamli Stælborgarinn – bara betri
Meistarakokkarnir Viktor Örn og Hinrik Lárusson endurhönnuðu klassíska Stælborgarann á dögunum. Helsta breytingin er að kjötið sem hefur alltaf verið 90 gr. er nú 120 gr. Eins var fitumagnið í kjötinu aukið og er nú 20%. Þá var borgarinn settur í nýtt og enn mýkra kartöfluhamborgarabrauð. “Það sem mér finnst skipta mestu máli er að hamborgarinn sjálfur er orðinn enn safaríkari og ljúffengari en hann var, en samt heldur hann sérkennum sínum. Þetta er sami gamli Stælborgarinn, bara miklu betri”, segir Hinrik að lokum
Samferða Íslendingum í 36 ár
American Style var opnaður í Skipholti þann 15. júní 1985 og verður því 36 ára í ár. Það gerir hann að elsta starfandi hamborgarastað landsins. “Allir Íslendingar þekkja gamla góða Stælinn og eiga minningar þaðan. Það er gaman frá því að segja að þegar ég var ungur peyji í fótbolta hjá Fylki, þá var alltaf farið í lok tímabils í hamborgaraferð á Stælinn í Skipholti. Við fengum merktar peysur sem ég fór helst ekki úr eins og sést á myndinni”, segir Jóhannes Ásbjörnsson, talsmaður Gleðipinna. Það er einmitt American Style í Skipholti sem fékk glænýtt útlit á dögunum undir handleiðslu Sir Arnars Gauta. Þar er til að mynda glænýtt barnahorn sem gerir staðinn að virkilega spennandi valkosti fyrir fjölskyldur.
Hér má sjá American Style í Skipholti eftir breytingar.