Föstudagur 29. mars, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Ef þú sérð eitthvað – gerðu eitthvað

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í tilefni þess að Blátt áfram að var ýta úr vör nýrri vitundarvakningu, Ef þú sérð eitthvað – gerðu eitthvað, hittum við Þórleifu Guðjónsdóttur, verkefnastjóra hjá samtökunum, og fengum kynningu á vitundarvakningunni og frekari innsýn í starfsemi samtakana.

Getur þú sagt okkur nánar frá vitundarvakningunni og markmiðum hennar? „Vitundarvakningin snýst um að fullorðnir geti verndað börn og komið í veg fyrir áreitni og ofbeldi gegn þeim. Við munum standa fyrir auglýsingaherferð, fræðslu og  undirskriftarlista í tengslum við hana.  Með undirskriftarlistanum viljum við þrýsta á stjórnvöld að setja þekkingu um áfallamiðaða þjónustu í háskólum landsins og með því að skrifa undir eru fullorðnir að stíga eitt skref í að gera eitthvað og hafa áhrif í lífi barna,“ segir Þórleif.

Eru margir samstarfsaðilar sem koma að vitundarvakningunni? „Já, þetta er mín fyrsta herferð og ég hefði aldrei trúað því hvað þetta er mikil vinna og hvað það eru margir sem vinna á bak við eina vitundarvakningu sem stendur í viku. Málefnið er gott svo það eru margir tilbúnir að leggja hönd á plóg og langar okkur að koma þökkum til Írisar Bjargar og Dóru Haralds sem eru okkar konur á bak við tjöldin í kvikmyndateymi okkar, þá sérstaklega Ástu Jónínu Arnardóttur og Signýar Rósar Ólafsdóttur og til allra sem léku í myndbandinu. Svo eru mörg fyrirtæki á bak við okkur og viljum við þá helst nefna Alvotech, Gangverk og The Engine.“

Málefnið er gott svo það eru margir tilbúnir að leggja hönd á plóg.

Hvernig gekk að fá einstaklinga til leggja ykkur lið í vitundarvakningunni, koma fram í myndbandinu?„Það gekk frábærlega – forvarnir gegn kynferðisofbeldi er þannig málefni að það vilja allir taka þátt í að stöðva ofbeldi gegn börnum í  samfélaginu.“

Hefur fjöldi tilkynninga um kynferðisofbeldi gegn börnum aukist á síðastliðinum árum? „Samkvæmt skýrslu Barnaverndarstofu hefur tilkynningum til barnaverndarnefnda fækkaði um 2,2% á fyrstu þremur mánuðum ársins 2018 miðað við sama tímabil árið á undan. Hins vegar fjölgar tilkynningum um 14,9% ef miðað er við fyrstu þrjá mánuði ársins 2016. Fjöldi tilkynninga á fyrstu þremur mánuðum ársins 2018 var 2.511 en 2.567 á sama tímabili árið á undan.“

Hefur kynferðisofbeldi gegn börnum aukist eða hefur orðið vitundarvakning í samfélaginu sem gerir það að verkum að tilkynningar eru fleiri í dag en áður? „Rannsóknir styðja að almennt er tilkynningum að fjölga hjá starfstéttum sem starfa með börnum í leik- og grunnskólum, sérstaklega hjá þeim sem fá viðbótar þjálfun í að þekkja merkin og vita hvernig best er að grípa til aðgerða og tilkynna grun. Við teljum að það sé mikilvægt að tilkynna um vanlíðan hjá barni til Barnaverndar og þannig fái þau hjálp fyrr á lífsleiðinni.“

Hvernig bregðist þið við ef þið fáið tilkynningar inn á borð til ykkar, hvert er ferlið? „Við hlustum og leyfum fólki að segja frá, flestir eru óttaslegnir við að hringja og tilkynna grun. En við hvetjum fólk til að taka næstu skref, hafa samband við Barnahús fá fleiri ráðleggingar þar og hafa samband við Barnavernd í sínu bæjarfélagi.“

„Með þessari vitundarvakningu erum við með undirskriftarlista þar sem við skorum á stjórnvöld að í háskólum landsins verði þekking um áfallamiðaða þjónustu.“

- Auglýsing -

Getið þið mælt hvort vitundarvakningar sem þessar skili árangri? „Með þessari vitundarvakningu erum við með undirskriftarlista þar sem við skorum á stjórnvöld að í háskólum landsins verði þekking um áfallamiðaða þjónustu.  Svo erum við með annað flóknara kerfi sem telur  svokölluð „klikk“  á auglýsingum, heimsóknir á heimasíðuna okkar og áhorf á myndbandið sem fylgir vitundarvakningunni,“ segir Þórleif og er bjartsýn.

Forvarnir skila árangri og mikilvægt að stuðla að forvörnum – við berum öll ábyrgð

„Við fögnum því að fleiri taka nú þátt í að ræða og fræða fullorðna um forvarnir gegn ofbeldi á börnum. Við höfum frætt nú um 15% þjóðarinnar og eigum enn langt í land.  Vitundarvakningin í ár, Ef þú sérð eitthvað, gerðu eitthvað, er beint að samfélaginu öllu. Öll berum við saman ábyrgð á velferð barna í kringum okkur, ekki bara okkar eigin. Að breyta hegðun sinni og kjósa að líta ekki fram hjá ofbeldi lengur þýðir hugarfarsbreyting. Það gerist ekki sjálfkrafa, heldur þarf hver og einn að ákveða að hætta að vera áhorfandi, heldur stíga skref til verndar aðilum ef þörf krefur. Þín viðbrögð gætu forðað einhverjum frá því að það verða fyrir kynferðisofbeldi.“

- Auglýsing -
  1. Veittu því athygli að eitthvað er að gerast
  2. Túlkaðu alvarleika atburðarins
  3. Taktu ábyrgð og veittu hjálp
  4. Ákveddu hvernig hjálp

Nánari leiðbeiningar er að finna inn á vef www.blattafram.is

Í samstarfi við Blátt áfram
Myndir/ Hákon Davíð Björnsson

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -