Miðvikudagur 27. mars, 2024
2.8 C
Reykjavik

Ef vandað er til verka er eftirvinnan auðveld

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hluti af því að líða vel á vinnustað er að skapa notalegt umhverfi og nýverið tóku nokkrir starfsmenn sig til og fríkkuðu upp á betri stofu útgáfufélagsins Birtíngs með nýjum og fallegum málningarlit.

Ferðinni var fyrst heitið í byggingavöruverslunina BYKO þar sem hugmyndin að litnum spratt fram. Halldór Rúnarsson, dreifingarstjóri Birtíngs sá að þessu sinni um málningarvinnuna og segir hann mikilvægt að leita ráða hjá fagaðillum.

„Við vissum ekkert hvernig við ætluðum að gera þetta en fengum ómetanlega aðstoð meðal starfsmanna BYKO. Þeir hjálpuðu okkur að velja málningarúllur og stækkanlegt málningarskaft sem hentaði vel upp á þá lofthæð sem við vorum að vinna með. Við keyptum 25 cm málningarrúllu sem hentar öllum gerðum innimálningar en liturinn sem við völdum er úr vatnsþynnanlegri mattri akrílmálningu og eins og kemur fram á heimasíðu BYKO gefur liturinn djúpa litaáferð án endurspeglunar, svo það glampar ekki á veggina þó sólin skíni á þá.”

Halldór að störfum.

Það er óhætt að segja að undirbúningurinn skipti lykilatriði þegar kemur að málningarvinnu og tekur Halldór heilshugar undir það.

„Undirbúningsvinnan er tímafrekust þegar kemur að svona framkvæmdum en margir vilja kantskera allan vegginn áður en þeir hefjast handa við að rúlla málningunni á. Fyrir utan það er gott að teipa í kringum hurðir og ljósrofa og spasla auðvitað í allar ójöfnur og naglaför ef þess þarf. Ef vandað er til verka í þessu ferli er eftirvinnan auðveld og ég get staðfest að maður þarf ekkert að vera neitt ofboðslega flinkur málari ef undirbúningurinn er gerður rétt.

Mikilvægt er að hræra í málningunni.

Mikilvægt er að byrja á því að hræra málninguna vel saman í fötunni en góður málningarbakki skiptir gríðarlegu máli. Eftir það er ekki eftir neinu að bíða heldur hefjast handa við að rúlla málningunni á vegginn en fjöldi umferða er smekksatriði. Liturinn sem við völdum þekur einstaklega vel og því fórum við einungis eina umferð á veggina. Þetta er einstaklega fallegur litur sem nýtur sín sérlega vel í allri lýsingu hvort sem um er að ræða á kvöldin eða í dagsbirtu. Tegund málningarinnar nefnist Supermatt rom og er frá Gjøco en liturinn ber nafnið Daggarblár og var valin febrúarlitur mánaðarins að mati Húsa og Híbýla.

Skemmtilegur litur.

Eftir að hafa málað alla veggi og látið málninguna þorna vel tekur frágangurinn við, ganga frá og skúra gólf. Eftir það er verkinu lokið og herbergið tilbúið.”

- Auglýsing -

Myndir / Hákon Davíð Björnsson

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -