Föstudagur 25. október, 2024
3 C
Reykjavik

Fagmennska og falleg þjónusta 

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjölþætt útfararþjónusta krefst fagmennsku og nærgætni. Útfararþjónusta Kirkjugarðanna hefur þjónustað landsmenn í 70 ár.

 

Í hröðu nútímasamfélagi er sífellt vaxandi krafa um fagmennsku og góða þjónustu á flestum sviðum og þar er útfararþjónusta ekki undanskilin. Hjá Útfararstofu Kirkjugarðanna er leitast við að svara þeim kröfum og væntingum t.d. með því að leggja áherslu á þær hliðar þjónustunnar sem snúa að tilfinningum og mýkt, enda er þjónustan viðkvæm og mikilvæg að sögn Sigrúnar Óskarsdóttur, guðfræðings og útfararstjóra. „Með aukinni kröfu um fagmennsku á þessum viðkvæmu stundum býður Útfararstofa Kirkjugarðanna upp á þjónustu reynslumikils starfsfólk sem m.a. sækir hin látnu, klæðir þau og snyrtir og veitir þjónustu við kveðjustundirnar. Það er lögð mikil áhersla á hlýjar móttökur og hefur stofan á að skipa sérfræðinga á sviði sálgæslu, félagsráðgjafar og lögfræði. Fyrirmynd að fagmennsku og hlýjum móttökum í fallegu húsnæði sækjum við til kollega okkar á Norðurlöndum en við erum aðilar að norrænu samstarfi og sækjum reglulega fundi og ráðstefnur til að kynna okkur nýjungar.“

Ný hugmyndafræði 

Meðal helstu sérstöðu Útfararstofu Kirkjugarðanna má nefna háskólamenntaða sérfræðinga, stærð stofunnar og þægilega aðstöðu til að taka á móti aðstandendum bætir Emilía Jónsdóttir félagsráðgjafi við. „Stundum eru einstaka mál sérstaklega viðkvæm, t.d. þegar dauðann hefur borið að skyndilega. Þá höfum við fagfólk til ráðgjafar og gefum aðstandendum svigrúm fyrir þann tíma sem þarf. Þá er annað starfsfólk til taks til þess að sinna því sem þarf til þess að halda starfseminni gangandi allan sólarhringinn. Auk þess bjóðum við upp á vaktsíma og stuttan viðbragðstíma.“

Mynd / Hallur Karlsson

Útfararstofa Kirkjugarðanna leggur áherslu á jafnan hlut karla og kvenna í þjónustunni. „Við höfum tileinkað okkur nýja hugmyndafræði er lýtur að þjónustunni. Stofan hefur á að skipa reynslumiklu starfsfólki og sérfræðingum sem eru tilbúin að leiðbeina, aðstoða og þjóna. Það er ekki okkar að segja hvernig kveðjustundirnar eiga að vera, við hlustum og leggjum okkur fram um að nema þarfir og óskir aðstandenda og fylgja þeim eins og mögulegt er,“ bæta þær við.

Hinstu óskir mikilvægar 

- Auglýsing -

Þær segja Útfararstofu Kirkjugarðanna vera einu útfararstofuna hér á landi sem býður upp á lögfræðiþjónustu en það sé innifalið í þjónustunni að hitta lögfræðing eftir útför til að leiðbeina þeim, sem á þurfa að halda, við uppgjör dánarbús. „Einnig veitum við þjónustu sem við köllum Hinstu ósk en þar bjóðum við einstaklingum til samtals um lífslokin. Einhverjum kann að finnast þetta framandi og jafnvel óþægilegt en í raun finnst flestum eftirlifandi gott að hafa einhverja hugmynd um óskir látinna ástvina sinna þegar kemur að skipulagi útfararinnar,“ segir Sigrún.

„Einnig veitum við þjónustu sem við köllum Hinstu ósk en þar bjóðum við einstaklingum til samtals um lífslokin.“

Dauðinn á ekki að vera tabú 

Í raun fer þjónustan þannig fram að allir eru velkomnir í heimsókn í Vesturhlíð 2 í Reykjavík segir Emilía. „Þar bjóðum við upp á gott kaffi og viðkomandi getur sest niður í einrúmi eða þegið aðstoð sérfræðinga við að fylla út bækling sem hefur yfirskriftina Hinsta ósk. Grundvallaratriði á borð við ákvörðun um bálför eða hefðbundna kistugröf er ákvörðun sem mörgum reynist erfið. Þá er gagnlegt að sú umræða hafi átt sér stað fyrir andlát. Það er heldur ekki lengur sjálfgefið hvar fólk á að hvíla þar sem mun algengara er að fólk flytji á milli landshluta og jafnvel landa. Það er því að mörgu að huga enda kjósa sífellt fleiri þessa þjónustu hjá okkur.“

- Auglýsing -

Einnig er akstur mikilvægur þáttur í þjónustunni að þeirra sögn. „Við leggjum því ríka áherslu á bílarnir okkar séu fallegir gæðavagnar í toppstandi. Á þessu ári höfum við keypt tvo nýja bíla, annars vegar Mercedes Benz-flutningsbíl og svo vorum við að fá til landsins sérútbúinn VOLVO 90. Bíllinn er hinn glæsilegasti og mjög frábrugðinn sambærilegum bílum.“

„Bíllinn er hinn glæsilegasti og mjög frábrugðinn sambærilegum bílum.“

Miklar breytingar í vændum 

Þær eru sammála um að miklar breytingar séu í vændum innan útfararþjónustunnar á næstu árum. „Þar munum við kappkosta að mæta þörfum og breytingum varðandi útfarir með aukinni þjónustu og auknum gæðum. Þá viljum við einnig taka þátt í samtali og vinna að því að dauðinn verði ekki það tabú sem hann þó er í samfélagi okkar.“

Breyttar áherslur í rekstrinum hafa nú þegar skilað sér að þeirra sögn og segja þær starfsmenn vera umvafða kærleika og þakklæti fyrir þjónustu sína. Það er von og stefna stjórnenda og starfsmanna fyrirtækisins að breytingarnar muni ekki aðeins styrkja starfsemi útfararstofunnar heldur einnig bæta útfararþjónustu almennt í þágu aðstandenda.

Allar nánari upplýsingar má finna á www.utfor.is. 

Útfararþjónusta Kirkjugarðanna
Í samstarfi við Stúdíó Birtíng

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -