Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Fagmennska og framúrskarandi þjónusta í fyrirrúmi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hreint og aðlaðandi umhverfi skapar vellíðan og ánægju allra og hefur það færst í vöxt að húsfélög, fyrirtæki og stofnanir kaupi sér þjónustu utanaðkomandi aðila til að sjá um almenn þrif og fleira í sameignum og stærri rýmum.

Við hjá Mannlífi fórum á stúfana og heimsóttum fyrirtækið Ræstingar.is og hittum eigandann Kristján S. Þórðarson sem kynnti fyrir okkur þá þjónustu sem þar er í boði en markmiðið þeirra er að veita persónulega, trausta og umfram allt faglega þjónustu.

Bjóðið þið ræstingaþjónustu jafnt til húsfélaga, fyrirtækja, stofnana sem og einstaklinga? „Já, við þjónustum nokkuð mikið af fyrirtækjum og einstaklingum í hverjum mánuði og virðist eftirspurn eftir slíkri þjónustu fara stöðugt vaxandi.“

Þið bjóðið upp á ýmiss konar þjónustu og sérhæfið ykkur í margvíslegum þrifum. Hvað bjóðið þið upp á auk almennra ræstinga?  „Við bjóðum upp á mjög fjölbreytt úrval þegar kemur að ræstingarþjónustu hjá okkur.  Sú þjónusta sem við bjóðum meðal annars upp á er, ræstingar sameigna, fyrirtækja og stofnana, nýbyggingarþrif, iðnaðarþrif, djúphreinsun teppa, gluggaþvottur að utan fyrir sameignir, fyrirtæki og stofnanir, einnig háþrýstiþvott á rennum, tunnum og ruslageymslum. Við bjóðum líka upp á flutningsþrif sem eru mjög vinsæl.“

Hugið þið að umhverfisvænum efnum og umhverfisvænni starfsemi almennt? „Já, öll okkar efni eru svansmerkt og við leggjum mikið upp úr því að vera með umhverfisvæna starfsemi og sýna samfélagsábyrgð í verki,“ segir Kristján.

Leggið þið mikið upp úr góðri þjónustu og samskiptum við viðskiptavini ykkar? „Góð þjónusta og góð samskipti við okkar viðskiptavini skiptir okkur öllu máli og er eitt að okkar aðalsmerkjum.“

Öll okkar efni eru svansmerkt.

Eru þið með marga fasta viðskiptavini? „Við erum með töluvert af föstum viðskiptavinum, okkar stærsti kúnnahópur eru húsfélög, þar sem við bjóðum mjög víðtæka þjónustu allt frá ræstingu til garðsláttar. Það hefur færst mjög í vöxt að húsfélög sækir sér þjónustu sem þessa sem léttir mjög á íbúum og þrifin á sameignum verða í föstum skorðum.“

- Auglýsing -

Er mikið um að pantanir sem koma fyrirvaralaust hjá nýjum viðskiptavinum? „Já, við fáum þónokkuð af pöntunum á hverjum mánuði fyrirvaralaust sem við reynum alltaf að leysa hratt og vel.“

Er meira álag fyrir hátíðir eins og jólin í þrifum fyrir stofnanir og heimili? Já, það er ávallt meira álag. Það felst þó aðallega í þjónustu fyrir húsfélögin þar sem djúphreinsun á teppum er mjög vinsæl rétt fyrir jólin.“

Okkar stærsti kúnnahópur eru húsfélög

Hvert er ykkar aðalsmerki hjá fyrirtækinu? „Við sérhæfum okkur í húsfélagsþjónustu sem hefur gefist vel. Húsfélög sem eru hjá okkur geta nýtt sér mjög víðtæka þjónustu. Við bjóðum upp á ræstingu á sameign, djúphreinsun teppa, gluggaþvott, háþrýstiþvott á tunnum, rennum og sorpgeymslu svo erum við einnig með garðslátt þannig að húsfélagið getur haft allan pakkann á einum stað og nýtt sér afsláttarkjör sem við bjóðum þegar allur pakkinn er tekinn,“ segir Kristján.  „Ræstingar.is er tólf ára ræstingafyrirtæki sem hefur stækkað jafnt og þétt í gegnum árin.  Við viljum þakka öllum okkar viðskiptavinum í gegnum árin fyrir gott samstarf því án ykkar værum við ekki þar sem við erum í dag,“ segir Kristján að lokum.

- Auglýsing -

Í samstarfi við Ræstingar.is
Myndir/  Aldís Pálsdóttir og úr myndasafni Ræstingu

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -