Rúmfatalagerinn hefur í gegnum árin boðið upp á mikið úrval garðhúsgagna og nú þegar styttist í vorið er farið að stilla því nýjasta hvað þau varðar upp í verslunum Rúmfatalagersins.
„Þau er vönduð, sterk og viðhaldsfrí,“ segir Rósa Dögg Jónsdóttir, markaðsstjóri Rúmfatalagersins, um garðhúsgögnin sem fást í verslunum keðjunnar hér á landi. „Húsgögnin þola íslenska veðráttu vel – þau þola vætu og vinda og eru frostþolin.“
Byrjað er að stilla garðhúsgögnum upp í verslunum Rúmfatalagersins sem eru staðsettar á Smáratorgi, í Skeifunni, á Granda, við Bíldshöfða, á Selfossi og Akureyri. Þá er hægt að sjá úrvalið á heimasíðunni, rfl.is, þar sem er vefverslun. Í krafti stærðar verslunarkeðjunnar víða um heim er boðið upp á vönduð húsgögnin á lægra verði en ella, enda Rúmfatalagerinn hluti af 3000 verslunum sem tilheyra JYSK um allan heim.
Stór hluti garðhúsgagnanna er úr vönduðu og veðurþolnu polyrattan efni sem er viðhaldsfrítt og getur staðið úti allt árið. „Að sjálfsögðu eigum við líka þessi týpísku harðviðarhúsgögn og öll okkar garðhúsgögn úr harðviði eru FSC-vottuð en það þýðir að efniviðurinn er unninn úr sjálfbærri skógrækt.“
Fyrir utan hefðbundin útihúsgögn fæst í Rúmfatalagernum mikið úrval af sólstólum, garðstólum og útiborðstofuborðum. „Yfirleitt eru öll garðhúsgögn seld stök en við bjóðum einnig upp á margar útfærslur af vinsælum samsetningum og seljum sem sett. Það er hagkvæmast að kaupa þetta í settum.“
Í skandinavískum stíl
Rósa Dögg segir að áherslan nú virðist vera á stærri hornsófa og borð eða staka sófa og stóla í stíl. „Fólk vill sumt hvert eiginlega útistofu og mjög margir sem nota hitasveppi til að geta setið lengur úti á kvöldin og haft það kósí. Og áherslurnar okkar liggja þar, enda eigum við allt á pallinn og svalirnar.“
Húsögnin eru í skandinavískum, léttum stíl. Rósa Dögg segir að grátt sem og svart polyrattan hafi verið vinsælt undanfarin ár en að nú sé náttúrulegur litur í brúnleitum lit að sækja í sig veðrið. „Við sjáum mikla aukningu í sölu á vörum í þessum náttúrulega lit frá ári til árs. Hlutlausir og náttúrulegir jarðlitir virðast höfða til fólks.“
Ýmiss konar aukahlutir á pallinn, í garðinn og við sumarbústaðinn sem og við fellihýsið eða tjaldið fást í verslunum Rúmfatalagersins svo sem sólhlífar, útdraganleg skjóltjöld, litlir geymsluskápar og geymslubox þar sem má geyma sessur og fleira, útiblómapottar, gerviblóm, viðargólfflísar og að sjálfsögðu trampólínin sem einnig eru komin í verslanir Rúmfatalagersins.
Til að fá nánari upplýsingar um þessi fallegu garðhúsgögn þá finnur þú þær hér.