Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Gott rúm er gulli betra

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Halldór Þ. Snæland er fæddur 1946 og er lyfjafræðingur en hann útskrifaðist frá HÍ, 1973. Hann ólst upp og hefur starfað við svampvinnslu og dýnuframreiðslu frá barnsaldri en hann er sonur Péturs V. Snæland og Ágústu Pétursdóttur Snæland, stofnenda og eigenda fyrirtækisins Péturs Snæland hf., sem stofnað var árið 1949.

Halldór Þ. Snæland.

,,Árið 1949 gangsettu foreldra mínir framleiðslu á náttúrulegum latexsvampi og var þessi verksmiðja ein af fyrstu latexverksmiðjum í Evrópu. Árið 1968 hófu þau framleiðslu á polyuretan-svampi og voru sömuleiðis meðal þeirra fyrstu í Evrópu sem það gerðu.“

Nú hefur þú upplifað tímana tvenna og fylgt fyrirtækinu eftir í áranna rás og fylgst með því vaxa og dafna. Getur sagt okkur aðeins frá þróun og vexti fyrirtækisins?

Miklar breytingar á rekstri fyrirtækisins hafa átt sér stað í áranna rás. Í upphafi var salan aðallega á hráefni til húsgagnaiðnaðarins sem var mjög blómlegur á þeim tíma og sala á tilbúnum dýnum til húsgagnaverslana, inn á sjúkrastofnanir og í fiskiskip. Minna var selt beint í almennri sölu til viðskiptavina. Síðar jókst sala til einstaklinga til mikilla muna þar sem margir voru að smíða sín eigin húsgögn bæði til nota inn á heimilum sem og í sumarbústöðum.“

Hefur margt breyst á þessum árum? 

„Eftir því sem tíminn leið fór samkeppnin á markaðinum að aukast með meiri innflutningi á tilbúnum húsgögnum og með inngöngu í EFTA átti sér stað mikið hrun í íslenskum húsgagnaiðnaði. Á árunum 1980-1995 hættu mörg góð bólsturfyrirtæki  og húsgangaverslanir rekstri. Þessar breytingar á markaðinum höfðu auðvitað mikil áhrif á okkar fyrirtæki þannig að breytinga var þörf. Árið 1991 sameinuðumst við Lystadún sem verið hafði í samskonar rekstri og Pétur Snæland hf. og úr varð Lystadún–Snæland ehf. með aðsetur í Skútuvogi. Þar var starfrækt svampframleiðsla, skurðarverkstæði, saumastofa og verslun þar sem seldar voru dýnur, rúm og svamphúsgögn og fleiri svampvörur.“

Kjarninn af fyrirtækjum sem myndar Vogue fyrir heimilið

- Auglýsing -

„Árið 2000 keypti fyrirtækið verslunina Marco sem staðsett var í Mörkinni 8 og flutti fyrirtækið þangað með allan sinn rekstur. Þarna fékkst loksins gott verslunarhúsnæði þar sem betra var að markaðssetja vörur okkar til almennings. Valdimar Grímsson keypti Lystadún–Snæland og Marco árið 2001 og bætti síðan Vogue í safnið árið 2002. Þarna var kominn kjarninn af fyrirtækjunum sem mynda Vogue fyrir heimilið.“

Svampur er ekki bara svampur

„Ég hefði ekki starfað svona lengi hjá þessum fyrirtækjum ef ég mér þætti það ekki skemmtilegt. Svampur er ekki bara svampur eins og margir halda. Hann er til af ótrúlega mörgum gerðum og hægt er að nýta hann á ótal vegu enda er hann notaður í flest húsgögn, rúmdýnur, leikföng og margar hönnunarvörur.  Í verslunina koma mörg skemmtileg verkefni sem gaman er að glíma við. Í rauninni er mottóið hjá okkur það að ekkert sé ómögulegt fyrr en búið er að sannreyna að svo sé.“

- Auglýsing -

Klæðskeraframleidd rúm og dýnur

„Þar sem mikil samkeppni er í sölu á rúmum og rúmdýnum höfum við kosið að velja okkur stað á markaðnum sem hentar okkur og okkar viðskiptavinum mjög vel. Þar á ég við „klæðskeraframleidd“ rúm og dýnur. Við höfum frá stofnun fyrirtækisins framleitt rúm og dýnur þar sem farið er í einu og öllu eftir þörfum viðskiptavina. Rúm sem við framleiðum eru ekki til á lager heldur er stuðst er við þarfir og óskir viðskiptavina hvaða efnisgerð er valin, það er að segja latex, kaldsvampur eða pokagormar og hvað varðar stífleika, stærð og útlit.“ Í dag á þetta enn betur við en áður, þar sem ný og betri efni til dýnugerðar eru komin á markað auk þess sem þekking manna á uppbyggingu góðrar dýnu er meiri. „Oft reynist það mönnum erfitt að velja réttan stíleika og gerð af dýnu í versluninni. Við gerum ráð fyrir þessu í framleiðslu okkar á dýnunum, þannig að það sé auðvelt að breyta þeim eftir á.“

Segðu okkur aðeins frá rúmunum, dýnunum sem þið eruð að selja, skiptir máli hvernig rúm/dýnu maður velur?

Þegar maður velur sér nýtt rúm þarf að vanda valið vel. Maður þarf að hugsa vel fram í tímann og reyna að ímynda sér hvernig rúmið reynist manni í náinni framtíð. Gott er að velja dýnu sem hægt er að breyta eftir að þú er búinn að kaupa hana og prófa í nokkra daga.“

Það sem ber að hafa í huga við val á dýnum:

  • Alltaf velja eins stífa dýnu og líkaminn þolir (án verkja).
  • Of stífum dýnum er oftast hægt að bjarga með mjúkri yfirdýnu.
  • Öll rúm mýkjast við notkun og því mýkra sem það er í upphafi þeim mun fyrr verður það e.t.v. orðið of mjúkt.
  • Svæðaskiptur stífleiki nýtist öllum mjög vel.
  • Gott er að dýnuver séu með rennilásum, þannig að hægt sé að taka dýnuver af og þvo og viðgerðir á dýnum eru auðveldari.
  • Ekki ákveða fyrir fram hvaða dýnu þú ætlar að kaupa.
  • Engin dýna er best fyrr en þú ert búinn að ganga úr skugga um að hún henti ÞÉR.
  • Dýna sem hentar frænda þínum er ekki endilega sú besta fyrir þig.
  • Dýrasta dýnan í búðinni er ekki alltaf sú sem hentar þér best.

„Að lokum segi ég þetta: „gott rúm er gulli betra“.  Þá er ég að tala um heilsurúmið þitt, sem þú velur sjálfur og líkama þínum líður vel á. Fátt er betra en að vakna úthvíldur að morgni, tilbúinn til að takast á við nýjan dag.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -