- Auglýsing -
Yfir hátíðarnar þeysist mannskapurinn á milli jólaboða og nýtur þess að gæða sér á kræsingum með vinum og vandamönnum. Fátt er þó skemmtilegra en að njóta samverunnar við fallega dekkað borð. Þegar lagt er á veisluborð er gaman að leyfa hugmyndafluginu að ráða, nota það sem til er í skápunum og vinna svo í kringum það. Bríet Ósk stílisti lagði á einfalt en hátíðlegt veisluborð. Könglar og grænar greinar fá að njóta sín og jólakúlurnar gefa hlýja og notalega stemningu.
Allur borðbúnarður er frá Kúnígúnd.





Í samstarfi við Kúnígúnd
Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir