Fimmtudagur 28. mars, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Haustlínan blanda af mjúkum og skörpum línum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Starfsfólkið í versluninni Hjá Hrafnhildi leggur metnað sinn í því að veita viðskiptavinum sínum toppþjónustu og fjölbreytt úrval af vandaðri hágæða vöru á sanngjörnu verði. Við heimsóttum verslunina á dögunum og spjölluðum við Ásu Björk Antoníusdóttur, eiganda verslunarinna, um nýjar vörur í tilefni þess að haustið er mætt í fullum skrúða.

 

Margrét Káradóttir verslunarstjóri og Ása Björk Antoníusdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi.

Hvaða vörur eru meðal þeirra vinsælustu þessa dagana hjá ykkur? „Dönsku vörurnar hafa verið sérlega vinsælar undanfarið ekki síst MOS MOSH, PBO og svo BITTE KAI RAND en verslunin Hjá Hrafnhildi hóf að bjóða upp á vörur frá Bitte Kai Rand fyrir tveimur árum við mjög góðar undirtektir og þær vekja mikla hrifningu viðskiptavina okkar.“

Getur þú sagt okkur hver er hönnuður þessa vörumerkis og tilurðina? „BITTE KAI RAND er danskur hönnuður og hefur fatnaður hennar sterka skírskotun í skandinavíska hönnun. Hún stofnaði fyrirtækið 1982 og eru vörur hennar nú seldar í yfir 400 verslunum víðsvegar um heiminn. BITTE KAI RAND byrjaði upphaflega sem prjónafyrirtæki og eru peysur hennar aðalsmerki, úr efnum á borð við merino- eða kasmírull og silki. Síðan þá hefur fyrirtækið þróast og nú samanstendur línan af öllu því helsta sem nútímakonan þarf.“

Verslunin Hjá Hrafnhildi var öll endurnýjuð fyrir rúmlega ári og stækkuð um helming.

Hvers konar fatnaður er þetta helst? ,,Hér er frá undirkjólum til yfirhafna. Hönnunin er þekkt fyrir að vera afslöppuð og elegant. Sniðin eru einföld en oft með smátvisti og ávallt úr vönduðum efnum. Einnig má finna skemmtilega aukahluti; slæður, belti, hanska og hatta sem hjálpa til við að ná þessari skemmtilegu stemningu sem BITTE er þekkt fyrir. BITTE-konur, eins og við köllum þær, eru konur með stíl og sterkan karakter. Þeim líður vel í eigin skinni og eru óhræddar við að klæðast því sem hugurinn girnist. Þær vita hvað þær vilja og velja oft að kaupa sér færri en vandaðri flíkur sem eldast vel. BITTE KAI RAND er með sex fatalínur á ári sem samanstanda alltaf af vönduðum, tímalausum grunnflíkum og einhverju spennandi sem fangar augað. Það geta verið skemmtilegir litir, framúrstefnuleg snið eða áhugaverð og skemmtileg mynstur á flíkunum. Öll mynstur eru sköpuð innanhúss og því engar líkur á að finna sambærilegar flíkur frá öðrum framleiðendum.“

„BITTE-konur, eins og við köllum þær, eru konur með stíl og sterkan karakter.“

Haustlínan er að detta í hús hjá ykkur, getur þú sagt okkur aðeins frá henni? „Haustlínan frá BITTE KAI RAND er undir áhrifum frá jörðinni sjálfri og litadýrð náttúrunnar. Haustlínan er blanda af mjúkum og skörpum línum og blandast saman stífar skyrtur og stílhreinir jakkar, jafnvel í sterkum litum við létta og rómantíska kjóla og blússur úr silki og mjúkum litum. Það er gaman að segja frá því að ein af haustlínunum þeirra heitir Iceland og er Ísland notað sem innblástur í þeirri línu. Litaþemað er blanda af mjallahvítu, gráu og skærbláu sem eru einmitt litir sem íslenskar konur hafa jafnan hrifist af. Glitrið í peysunum tákna snjótoppana á annars nöktum fjallstindum.“
Verslunin Hjá Hrafnhildi var öll endurnýjuð fyrir rúmlega ári og stækkuð um helming. „Það er því sérstaklega gaman núna að stilla út nýja fatnaðinum því hann er algjört augnakonfekt,“ segir Ása Björk og er alsæl með útkomuna.“

Stúdíó Birtíngur í samstarfi við Hjá Hrafnhildi. 

- Auglýsing -

Myndir / Unnur Magna

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -