Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Heimili íslenskrar gjafavöru 

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Margir Íslendingar eiga góðar minningar um aðventuskreytingarnar í Rammagerðinni. Verslunin býður upp á frábært úrval íslenskra gjafavara í jólapakkann.

 

Rammagerðin hefur um nær átta áratuga skeið verið heimili íslenskrar gjafavöru þar sem mikill áhugi og alúð er lögð á að bjóða fallegt handverk úr íslenskri ull, keramik eða öðrum efnivið, að sögn Ólafar K. Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra Rammagerðarinnar. „Ef landsmenn vilja kaupa fallega og vandaða íslenska jólagjöf þá bjóðum við upp á mikið úrval af íslensku handverki og hönnun. Stór hluti vöruúrvalsins eru einstakir listmunir gerðir af mikilli nostursemi. Ef gefa á einstaka gjöf fyrir sérstaka persónu er um margt fallegt og áhugavert að velja hjá Rammagerðinni. Undanfarna áratugi höfum við átt í góðu samstarfi við fjöldann allan af íslenskum aðilum sem hanna og framleiða gjafavörur en tala þeirra er farin að nálgast fimmta hundraðið.“

Kettir eftir Aðalheiði Eysteinsdóttur.

Upphaf aðventunnar

Lengi vel var það upphaf aðventunnar hjá mörgum fjölskyldum að skoða jólasveinana sem hreyfðust í gluggum Rammagerðarinnar í Hafnarstræti í Reykjavík. „Á þeim tíma auglýsti verslunin „jólin eru komin í Rammagerðina“ og hvatti fólk í leiðinni til að kaupa tímanlega gjafir fyrir vini og ættingja erlendis þannig að gjafirnar næðu með skipi í tæka tíð fyrir hátíðirnar. Við erum enn í dag með nokkra af þessum gömlu sveinum í jólagluggunum hjá okkur og þeir vekja enn mikla athygli enda margir fullorðnir sem muna eftir þeim úr æsku.“

Gjafir sem lifa

Sem dæmi um gott úrval nefnir Ólöf nokkur dæmi. „Þessi jól erum við með til sölu jólaketti eftir Aðalheiði S. Eysteinsdóttur listamann sem eru einstakir. Eins erum við með handrennt keramik í miklu úrvali frá leirkerasmiðnum Aldísi Einarsdóttur, kertastjaka frá Rögnu Ragnarsdóttur og margt fleira. Einnig má nefna fallega og hlýja ullarslá sem er mjög vinsæl hjá konum. Rammagerðarteppin eru klassísk og alltaf mjög vinsæl en þau eru úr íslenskri ull, hönnuð af Védísi Jónsdóttur og fást í sex litum. Flestar gjafavörur okkar eru vandaðar og tímalausar en það er okkar metnaður að bjóða upp á gæðavörur sem endast lífið og nýtast komandi kynslóðum.“

- Auglýsing -

Nánari upplýsingar á www.rammagerdin.is.

Stúdíó Birtíngur

Í samstarfi við Rammagerðina

- Auglýsing -

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -