Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-6.8 C
Reykjavik

Í ungu fólki býr kraftur og orka

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dale Carnegie hefur lagt metnað sinn í að byggja upp einstaklinga og efla sjálftraustið og býður ungu fólki upp á áhugaverð námskeið sem hafa þetta meðal annars að leiðarljósi. Við hittum Agnesi Ósk Sigmundardóttur, þjálfara og verkefnastjóra hjá Dale Carnegie, og spurðum hana frekar út þau námskeið sem í boði eru fyrir ungt fólk og bera yfirskriftina Dale fyrir ungt fólk.

Hvert er aðalmarkið ykkar með þessum námskeiðum fyrir ungt fólk? „Á námskeiðunum okkar eru fókusinn á að byggja upp heilbrigt og sterkt sjálfstraust, hæfileikann til að þora að vera maður sjálfur. Sem foreldrar sjáum við svo marga frábæra eiginleika í börnunum okkar en sjáum jafnframt að þau eru gjarnan full af efasemdum um eigið ágæti. Stundum er það snúið að nálgast aðra krakka og eignast vini. Við vinnum mikið með samskiptahæfni á námskeiðunum okkar, viljum efla unglinga í að eiga í góðum samskiptum í „mannheimum“, segir Agnes Ósk. „Það býr kraftur í ungu fólki og við hjálpum því að beina honum í réttan farveg. Þegar við reynum á okkur fáum við tækifæri til að styrkja sjálfsmyndina. Til þess að geta litið á áskoranir okkar í lífinu sem tækifæri þurfum við að hafa jákvætt viðhorf. Margir af okkar þátttakendum segjast finna mikinn mun á sér eftir námskeiðið, að það sé auðveldara að vera jákvæður.“ Hún leggur ríka áherslu á hve mikilvægt er fyrir einstakling að hafa sterka sjálfsmynd, hún verði að vera til staðar út í lífið.

Dale Carnegie-námskeiðin eru aldursskipt og hér má sjá hvernig þeim er skipt niður.

10-12 ára: börn á miðstigi
Við vitum að það þarf að vera gaman og gleði í kringum 10-12 ára krakka. Við förum í leiki, vinnum skapandi verkefni og eflum vináttu innan hópsins. Í gegnum námskeiðið einblínum við á þá jákvæðu eiginleika sem börnin sýna.

13-15 ára: unglingastig
Að hafa jákvæða sjálfsmynd og trú á sjálfan sig hefur sjaldan verið jafnmikilvægt og í dag með síauknum samanburði við jafnaldra, meðal annars vegna samfélagsmiðla. Við vitum að unglingar hafa ríka þörf fyrir viðurkenningu á því hver þau eru og við leggjum okkur fram um að mæta þeim á jafningjagrundvelli.

16-19 ára: framhaldsskólaaldurinn
Á þessum árum verða oft miklar breytingar í lífi okkar og það reynir á okkur á nýjan hátt, t.d. í samskiptum við vini og fjölskyldu. Einnig þarf að læra að forgangsraða rétt svo við veljum það besta fyrir okkur og náum að takast á við stress og kvíða. Sjálfsmyndin styrkist við jákvæðar upplifanir af sjálfum okkur og við verðum öflugri leiðtogar í okkar umhverfi.

20-25 ára: háskóli og fyrstu skref á vinnumarkaði
Ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref út í atvinnulífið uppgötvar nýjar hliðar á sjálfu sér og samskipti verða flóknari. Samkeppni og samanburður getur orðið yfirþyrmandi og því nauðsynlegt að hafa jákvæða og sterka sjálfsmynd. Á þessu námskeiði er áhersla lögð á að þátttakendur skapi sinn eigin leiðarvísi með persónulegum markmiðum og framtíðarsýn.

 

- Auglýsing -

Mynd / Tinna Stefánsdóttir

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -