Stöðugt fjölgar í hópi þeirra sem vilja eiga vínkæli, enda hefur þekking landsmanna á víni og vínmenningu aukist til muna á síðustu árum.
Það er reynsla Bjarna Ákasonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins Bako Ísberg, sem hefur í þrjátíu ár aðstoðað almenning og fagfólk við val á réttu tólunum og tækjunum þegar kemur að vörum tengdum víni.
Margir kannast við gríðarstóra vínveggi eins og á Brasserie Eiriksson og Hótel Sögu. Þeir koma frá Bako en fyrirtækið hefur einnig sérhæft sig í hefðbundnum kælum fyrir heimili og minni veitingastaði.
Einnar flösku kælir veiðimannsins
Þeir þurfa ekki að vera stórir, vínkælarnir. Hægt er að fá allt niður í einnar flösku kæli sem Bjarni segir tilvalinn fyrir veiðimanninn eða bústaðinn. Merkið sem Bako selur er franskt og útbreitt um alla Evrópu. Þeir ættu nú að kunna að búa til góða vínkæla, Frakkarnir.
Einnar flösku kælirinn getur kælt þrjátíu og tvær mismunandi þrúgur. Þ.e. hann má stilla eftir tegund þrjátíu og tveggja þrúgna.
Allar gerðir víns kalla á sitt kjörhitastig
Það er nefnilega svo að allar gerðir víns kalla á sitt kjörhitastig til geymslu og til neyslu. Eða eins og Bjarni segir: „Illa kælt vín er ekki gott,“ og ættu flestir að geta verið sammála um að volgt hvítvín eða kalt rauðvín er alla jafna ekki gott. „Þegar rauðvín er borið á borð ætti það að vera í kringum sextán eða sautján gráður en helst á að geyma það við þrettán eða fjórtán gráður,“ segir hann.
Góð geymsla lengir líftíma víns
Vín er oft geymt í vínkæli við kjörhita í mörg ár enda er það svo að með því að geyma gæðavín í vínkæli má „lengja lífið í víninu“ eins og sérfræðingurinn orðar það. Sum vín eiga stuttan líftíma en önnur mun lengri og þau þarf að geyma við rétt hitastig í góðum kæli.
Fagmennska fram í fingurgóma
Bako vinnur mikið með fagfólki og þá sérstaklega í stærri eldhúsum, svo sem í veitingahúsum, stórfyrirtækjum, skólum og heilbrigðiskerfinu. Hjá Beco starfa þrettán manns og segir Bjarni að þar liggi sérhæfingin einkum í því sem tengist víni og barvörum. „Allt sem tengist drykkju, nema vínið sjálft!“ segir Bjarni um þær vörur og þjónustu sem fá má hjá Beko.
Bako Ísberg í samstarfi við Stúdíó Birtíng.