Fimmtudagur 28. mars, 2024
1.8 C
Reykjavik

Íslenskir réttir í suðrænum búningi í aðventunni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í hjarta miðborgarinnar, við Veltusund 1 fyrir framan Ingólfstorg, er veitingastaðurinn Burro Tapas + Steaks. Burro er rómaður fyrir framandi matarupplifanir þar sem bragðlaukarnir fá að njóta sín til fulls og fyrir suðræna og líflega stemningu. Burro er staðsettur á annarri hæð og skartar fallegu útsýni yfir Ingólfstorgið. Við hittum Fannar Alexander og fengum innsýn í hvað verður í boði á jólamatseðli staðarins á aðventunni.

Þið eruð komin á fullt að undirbúa aðventuna og jólamatseðillinn hefur litið dagsins ljós. Getur þú gefið okkur forskot á sæluna og sagt okkar hvað verður í boði á jólamatseðlinum í ár? „Í ár bjóðum við upp á eftirfarandi matseðil og vínpörun með matnum ef viðskiptavinurinn vill:

Burro-jólaupplifun

Skelfisksúpa, heimalöguð að hætti Burro
Blekju-ceviche, mandarínur, fennika, dillolía
Jólapuru-Taco, hægelduð grísasíða, BBQ mole, maíssalsa, stökk svínapura
Lambakóróna, sykurbrúnaðar kartöflur, eins og mamma mín gerir, perúskt rauðkál, rauðrófur, escabeche
Burro-Jólaeftirréttaplatti, sætindi í anda jólana

8.990. kr á mann / 13.990 með vínum

Burro er rómaður fyrir framandi matarupplifanir þar sem bragðlaukarnir fá að njóta sín til fulls.

Verða suðrænir réttir í aðalhlutverki hjá ykkur í að ventunni? „Við erum auðvitað nútímalegur mið- og suður-amerískur veitingastaður en erum staðsett í höfuðborg paradísar norðursins, Reykjavík. Okkur langaði að blanda íslenskum jólum saman við okkar suður-amerísku matargerð og þetta var útkoman. Til þess að svara spurningunni þá myndi ég frekar segja að íslenskir réttir í suðrænum búningi verði í aðalhlutverki hjá okkur í aðventunni.“

Við erum með hrikalega gott og skemmtilegt teymi hjá okkur  í eldhúsinu.

Hver á heiðurinn af samsetningu jólamatseðilsins í ár? „Við erum með hrikalega gott og skemmtilegt teymi hjá okkur í eldhúsinu en það er hann Gísli Heiðar Ævarsson sem fer fyrir því.“

- Auglýsing -

Munuð þið bjóða upp á viðburði í tengslum við aðventuna, það er að segja skemmtidagskrá samhliða því að gestir njóta matarins? „Við erum mikil partídýr og okkur finnst fátt skemmtilegra en að halda gott partí. Litli bróðir Burro Tapas + Steaks, hann Pablo Discobar, mun ekki slá slöku við núna í desember. Við erum með „happy hour“/hamingjustund hjá okkur alla daga klukkan 17-19. Og klukkan 23-01 alla mánudaga og þriðjudaga. Mánudagar eru Lation-kvöld, en hann Javi Valiño salsameistari hefur verið að spila þá. Miðvikudagar eru Studio 54-kvöld þar sem boðið er upp á sérvalda drykki á góðu verði og 50% afslátt af kampavíni allt kvöldið,“ segir Fannar Alexander og brosir. „Ég mæli eindregið með því að fylgjast líka með okkur á Instagram: pablodiscobarreykjavik og burroreykjavik þar sem við erum alltaf að bralla eitthvað nýtt.“

Er mikið um að fyrirtæki og hópar haldi upp á aðventuna hjá ykkur og bóki langt fram í tímann? „Já, mjög mikið. Veitingastaðurinn er mjög niðurhólfaður en það gerir okkur kleift að hafa hópa í hálfgerðu einkarými sem hefur verið mjög vinsælt en við getum mjög auðveldlega tekið á móti allt að 35 manna hópum. Þetta er líka tilvalin staðsetning fyrir fyrirtæki og hópa þar sem gott er að hittast í fordrykk uppi á Pablo Discobar, koma svo niður í mat á Burro Tapas + Steaks og eftir matinn er auðvelt að skella sér aftur upp í fjörið,“ segir Fannar Alexander og bætir við: „Við óskum öllum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og hlökkum til að taka á móti ykkur.“

Myndir / Ketchup Creation

- Auglýsing -

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -