Kraftur, bjartsýni og einhugur í fólki | Mannlíf

Kraftur, bjartsýni og einhugur í fólki

Stúdíó Birtingur

15 febrúar 2019

Ævintýralegri uppbyggingu og árangri Alvogen var fagnað á árlegum fundi lykilstjórnenda fyrirtækisins.

Óhætt er að segja að bjartsýni, kraftur og einhugur hafi verið við völd á árlegum fundi lykilstjórnenda Alvogen sem haldinn var á Íslandi í janúar. Þar voru samankomnir 110 alþjóðlegir stjórnendur fyrirtækisins. Á fundinum var meðal annars farið yfir framtíðarsýn Alvogen, áherslur og markmið fyrir komandi ár.

Alvogen hefur frá stofnun staðið fyrir fundum af þessu tagi en fundurinn nú var með hátíðlegri blæ en oft áður þar sem fyrirtækið fagnar tíu ára afmæli í ár. Starfsmönnum gafst því sérstakt tilefni til að gleðjast, ekki síst yfir þeim stórum áföngum sem náðst hafa á þeim tiltölulega stutta tíma sem liðinn er frá stofnun þess. Í því samhengi má geta þess að starfsemi Alvogen nær orðið til 35 landa og árstekjurnar eru nú vel á annað hundrað milljarðar króna og rekstrarárið 2018 var það besta í sögu fyrirtækisins frá upphafi.

Þema fundarins var Alvogen X Factor sem tengist tíu ára afmælinu og var auk þess með skemmtilega skírskotun til fyrirtækjamenningar Alvogen og þeirra einstöku hæfileika sem starfsfólk þess býr yfir. Ævintýraleg uppbygging fyrirtækisins og árangur á undanförnum árum þykir vera til marks um það. En Alvogen er nú í hópi stærstu samheitalyfjafyrirtækja heims og systurfyrirtæki þess, Alvotech, er einnig í hraðri og farsællri uppbyggingu.

Ekki er ofsögum sagt að mikið sé um að vera hjá Alvogen, því á næstu vikum verða haldnir kynningarfundir á öllum starfsstöðvum fyrirtækisins þar sem áherslur samstæðunnar verða kynntar fyrir komandi ár ásamt áherslum einstakra markaða.

Í samstarfi við Alvogen.

Stúdíó Birtingur

fyrir 3 dögum

Mikilvægt að klippa og úða á vorin

Lesa meira

Stúdíó Birtingur

fyrir 2 vikum

Sælkeraferð um Baskaland

Lesa meira

Stúdíó Birtingur

26 febrúar, 2019

Bandarískur verðlaunahafi við stjórnvölinn

Lesa meira
Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is

Velkomin. Mannlíf notar vafrakökur. Sjá nánar.