Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Líður best í sveitinni sinni – Hvítársíðu í Borgarfirði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Anna Laufey Sigurðardóttir er löggiltur fasteigna- og skipasali hjá Fasteignasölunni Nýtt heimili. Hún er ekkja, þriggja barna móðir, amma og hundaeigandi og er búsett í Skerjafirði.

„Ég hef fengið að vera hluti af þessu yndislega samfélagi frá árinu 1995. Hér er gott að vera, stutt í göngustíginn við sjávarsíðuna með Nauthólsvík til austurs og Ægisíðuna til vesturs. Ég þarf þó að fara að minnka við mig en er ekki enn þá viss um það hvert mig langar að flytja því það verður erfitt að hverfa frá þessum dásamlega stað,“ segir Anna Laufey brosandi en hún er fædd og uppalin í Vesturbænum. „Þar hef ég alltaf notið mín vel. Íþróttir og útivist eru stór þáttur í lífi mínu en ég stundaði hlaup og fjallgöngur af krafti áður fyrr. Í seinni tíð hafa skíði og sund veitt mér útrás fyrir hreyfiþörfina. Einnig hef ég verið að stílisera og hef mjög gaman að því. Tvö eldri börnin mín stunda framhaldsnám og eru búsett erlendis sem stendur en yngsta barnið er enn í heimahúsum og stundar nám við Háskólann í Reykjavík.“

Hvað heillar þig mest við starfið? „Starf fasteignasala er fjölbreytt og skemmtilegt. Ég hef lengi haft mikinn áhuga á arkitektúr og hönnun og því er alltaf jafngaman að koma í ný hús og kynnast sögu þeirra. Það er yfirleitt stórt skref í lífi fólks að breyta til og skipta um samastað. Þess vegna hef ég mikla ánægju af því að hjálpa þeim sem þurfa að finna nýtt og gott heimili þar sem því  líður vel, því ég veit hversu miklu máli það skiptir.“

Getur þú lýst þínum stíl? „Ég er hrifin að jarðlitum, gömlum hlutum til dæmis erfðagripum í bland við nýja hluti. Náttúrulegum efnum og fallegri myndlist. Það skiptir mestu máli að heimilið passi lífsmáta fjölskyldunnar, sé notalegt og praktískt. Ég á mér nokkra uppáhaldsarkitekta en held að hjónin Margrét Harðardóttir og Steve Christer hjá Stúdíó Granda standi upp úr.“

Hver er þinn uppáhaldshönnuður? „Hans Wegner, Arne Jacobsen og Gunther Lambert eru í uppáhaldi, falleg og tímalaus hönnun þeirra. Auk þess er ég líka hrifin af mörgu sem Heimili og Hugmyndir selja, til dæmis frá Eddy Versmissen, Flamant og Chehoma.“

Hvað hefur þig alltaf dreymt um að eignast? „Ég hefði ekkert á móti því að eiga myndir eftir Georg Guðna og Kristján Davíðsson.“

Uppáhaldsliturinn þinn? „Uppáhaldsliturinn minn í fatavali er blár en í húsgögnum og málningu höfða til mín jarðlitir, gráir tónar, svartur og brúnir tónar í bland við ljósa liti.“

- Auglýsing -

Hvar líður þér best? „Mér líður best í sveitinni minni, Hvítársíðu í Borgarfirði. Hér heima er uppáhaldsstaðurinn minn heiti potturinn á pallinum.“

Hvað heillar þig mest við haustin? „Haustlitirnir eru yndislegir.  Ég fór á hverju hausti með mömmu til Þingvalla til að njóta þeirra. Ég kaupi erikur á haustin og set í alla potta á pallinum og fyrir utan húsið. Innandyra eru kertin ómissandi.  Ekkert er eins róandi og gott eins og að kveikja á kertum á kvöldin.“

Svalasti veitingastaðurinn á Íslandi í dag? „Svalasti veitingastaðurinn er að sjálfsögðu Krauma við Deildatunguhver í Borgarfirði. Eftir að hafa slakað á í pottunum og gufu og gert sig fína er fátt sem toppar það að setjast að snæðingi hjá þeim. Hreint og gott hráefni, salatið ræktað á staðnum og það bragðbesta sem ég hef smakkað. Yndisleg upplifun.“

- Auglýsing -

Að lifa lífinu lifandi er að … stunda útivist og njóta náttúrunnar í gleði með fjölskyldu og góðum vinum.

Mynd/ Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -