Fyrirtæki í Garðabæ, Kópavogi og Hafnarfirði geta nú pantað ljúffenga matarbakka frá Mathúsi Garðabæjar alla daga vikunnar. Fjölbreyttir réttir eru í boði.
Mathús Garðabæjar vinnur nú hörðum höndum að því að koma til móts við fyrirtæki í Garðabæ, Kópavogi og Hafnarfirði og hefur sett á fót sérstaka fyrirtækjaþjónustu þar sem hægt er að panta ljúffenga matarbakka alla daga vikunnar, bæði í hádeginu og á kvöldin. Að sögn Stefáns Magnússonar, eiganda Mathúss Garðabæjar, hefur fyrirtækjaþjónustan mælst vel fyrir hjá litlum sem stórum fyrirtækjum á svæðinu sem hafa sannarlega tekið henni fagnandi.
Frábær matseðill
Svokallaður take away-matseðill fyrir fyrirtæki inniheldur nokkra bragðgóða rétti, að sögn Stefáns, en þá er hægt að panta fyrir bæði hádegis- og kvöldmat. „Á matseðli okkar eru réttir á borð við súpu dagsins, fisk dagsins, sesarsalat, grillaðan kjúkling, grænmetisbuff og hamborgara auk þess sem hin sívinsælu BBQ-rif eru í boði á miðvikudögum.“ Á matseðli okkar eru réttir á borð við súpu dagsins, fisk dagsins, sesarsalat, grillaðan kjúkling, grænmetisbuff og hamborgara auk þess sem hin sívinsælu BBQ-rif eru í boði á miðvikudögum.
„Svokallaður take away-matseðill fyrir fyrirtæki inniheldur nokkra bragðgóða rétti“
Víkka út þjónustuna
Matarbakkarnir eru sendir til fyrirtækja í Garðabæ, Kópavogi og Hafnarfirði í hádeginu en þá þarf að sækja fyrir kvöldmatinn. „Í ljósi aðstæðna í samfélaginu ætlum við þó að skoða á næstu dögum hvort við útvíkkum þá þjónustu en að sjálfsögðu komum við með mat út í bíl hjá þeim sem panta á kvöldmatartíma. Einnig má nefna að í næstu viku munum við kynna fjölbreyttari rétti dagsins sem við munum auglýsa á Facebook-síðu okkar.“
Fengið góð viðbrögð
Mathús Garðabæjar hefur mikla reynslu af því að þjónusta fyrirtæki af ýmsum stærðum og gerðum og hefur m.a. séð um veislur fyrir Toyota, Lexus, Bílabúð Benna og árshátíð Mjölnis, til að nefna nokkur dæmi. „Við opnuðum Mathúsið árið 2016 og Garðbæingar og nágrannar þekkja okkur og veitingar okkur mjög vel. Því hafa góð viðbrögð við fyrirtækjaþjónustunni alls ekki komið okkur á óvart.“
Allar nánari upplýsingar má finna á mathus.is og á Facebook-síðu Mathúss Garðabæjar.
Stúdíó Birtíngur í samstarfi við Mathús Garðabæjar.