Miðvikudagur 25. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Meiri litagleði að færast í baðherbergistískuna  

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íris Jensen, eigandi verslunarinnar Innréttingar og tæki, segir að undanfarin ár hafi meiri litagleði færst yfir í baðherbergistískuna. Hún segir skemmtilega þróun eiga sér stað nú og spennandi að sjá hvaða stefnur og straumar eru í gangi núna. Bleikt, blátt, grænt og gult í bland við mött gyllt, svört og hvít blöndunartæki eru dæmi um það sem er í tísku núna.  

Það var amma Írisar sem stofnaði fyrirtækið Innréttingar og tæki árið 1945 og Íris hefur fylgst með þróuninni í baðherbergistískunni í gegnum tíðina. „Við erum fjölskyldufyrirtæki og við hjónin tókum við rekstrinum árið 2014. Við erum sérverslun og sérhæfum okkur í öllu sem við kemur baðherbergjum, það er að segja í innréttingum, blöndunartækjum, sturtuklefum og öllum hreinlætistækjum inn á baðherbergi,“ segir Íris.

Íslendingar óhræddir við litina

Mikil áhersla er lögð á að bjóða upp á vandað vöruúrval í versluninni. „Helstu vörumerkin okkar eru frá Spáni og Ítalíu. Við erum að vinna mikið með gamalgrónum fyrirtækjum,“ segir Íris. Hún tekur dæmi um eitt vörumerki sem er í miklu uppáhaldi hjá sér. „Það er ítalskt fyrirtæki sem heitir FIMA Carlo Frattini og sérhæfir sig í blöndunartækjum. Þetta er mjög skemmtilegt fyrirtæki sem vinnur með mörgum af helstu hönnuðum Ítalíu, t.d. gerðu þau nýlega eldhúskrana í samstarfi við hönnunarstúdíó Bertone sem gerir meðal annars Lamborghini. Ítalir eru náttúrlega bara snillingar í sinni hönnun og það sést vel í blöndunartækjunum sem við erum með. Svo er annað ítalskt fyrirtæki sem við vinnum töluvert með og það er fyrirtækið GLOBO sem gerir mjög skemmtilega hluti, til að mynda handlaugar og salerni í lit. Þetta er stílhrein og skemmtileg hönnun hjá þeim og þau sanna að já, það er meira að segja hægt að búa til mjög falleg salerni,“ segir Íris og hlær.

Globo Forty3 02-2014 028

Spurð út í tískustrauma þessa stundina þegar kemur að baðherbergjum segir Íris fjölbreytileika einkenna stefnur og strauma núna. Hún segir gaman að fylgjast með tískunni þróast. „Það eru mjög skemmtilegir hlutir í gangi núna. Tískan í kringum 2007 var t.d. rosalega hvít og í kringum 2013 og 2014 þá var tískan að færast yfir í meira svart, svört blöndunartæki í bland við steypta sturtubotnana sem koma í 15 litum sem dæmi. Fyrir um tveimur árum fórum við svo að sjá meiri liti í hreinlætistækjum, til að mynda ljósblátt, bleikt, grænt og gult. Þetta eru litir sem voru vinsælir hér áður fyrr og eru að koma aftur til baka.“

„Þetta er stílhrein og skemmtileg hönnun hjá þeim og þau sanna að já, það er meira að segja hægt að búa til mjög falleg salerni.“

- Auglýsing -

Aðspurð hvort að Íslendingar séu ófeimnir við að velja liti inn á baðherbergið svarar Íris hiklaust já. „Algjörlega núna já. Undanfarin tvö ár hefur fólk keypt í lit í auknum mæli. Það er alveg ótrúlegt hvað margir karlmenn vilja fá bleik salerni heim til sín,“ segir Íris og skellir upp úr. Hún segir valmöguleikana á markaðinum núna vera afar áhugaverða.

Hvað blöndunartæki varðar hefur burstað gull og litir með mattri áferð verið nokkuð vinsælt að sögn Írisar. „Matt gyllt, svart og hvítt hefur verið vinsælt í svolítinn tíma og allir litirnir frá GLOBO eru mattir og hluti tækjanna frá Fimo eru það líka.“

- Auglýsing -

Hún segir bæði svört og hvít blöndunartæki með mattri áferð koma einstaklega vel úr við svartar innréttingar. „Við erum að fá mjög spennandi svartar baðinnréttingar núna á næstunni, það er ný lína frá ELITA sem ég held að muni slá í gegn.“

Mosi sem listaverk

En Innréttingar og tæki selja ekki bara tæki inn á baðherbergið heldur einnig grænan mosa á vegg. „Mosaveggirnir hafa verið vinsælir hjá okkur undanfarið. Þetta er mosi sem getur verið á veggjum inni í til dæmis stofu, eldhúsi og baðherbergi, svo lengi sem hann fær ekki vatn á sig,“ segir Íris. Hún segir þetta vera hina fullkomnu gjöf. „Það er hægt að fá mosa í hvítum eða svörtum ramma og á stórum plötum sem þekja stærri veggfleti. Fólk getur valið allar stærðir og gerðir, það var til dæmis einn sem pantaði 100×100 cm hringlóttan flöt með mosa um daginn, það var einstaklega flott. Þetta er bara listaverk, fólk er að kaupa sér mosa alveg eins og það er að kaupa sér málverk.“

Íris hvetur áhugasama um að kíkja í verslunarrýmið hjá Innréttingum og tækjum í Ármúla 31, þar er hægt að sjá úrvalið og fá innblástur.

„Margir iðnaðarmenn, það er að segja píparar, smiðir og múrarar, eru með nafnspjöldin sín hérna hjá okkur þannig að við getum bent fólki á fagmenn sem geta ráðlagt og framkvæmt fyrir fólk með tækjunum okkar.“

Nánari upplýsingar um fyrirtækið á jensenbjarnason.is.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Íslenskt fagtímarit um heimili og hönnun

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu 13 tölublöð á 1.538 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 2.430 kr.

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -