Þriðjudagur 24. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Mikið úrval heilsurúma við allra hæfi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það er afar einstaklingsbundið hvernig rúm og dýnu ber að velja. Dýna þarf að henta líkamsbyggingu og að sjálfsögðu smekk hvers og eins. Í Vogue fyrir heimilið er stefnan því að bjóða upp á úrval af bæði stillanlegum rúmum og mismunandi dýnum.

Kolbrún Birna Halldórsdóttir, rekstrarstjóri Vogue fyrir heimilið. Mynd/Hákon Davíð Björnsson

„Við bjóðum upp á allt frá einföldum gormadýnum yfir í hágæða latexdýnur, allt eftir því sem hentar best,“ segir Kolbrún Birna Halldórsdóttir rekstrarstjóri. „Ennfremur bjóðum við fólki að fá aðstoð sjúkraþjálfara við val á rúmi og dýnu svo faglega sé staðið að valinu.“

Þjónustuna er hægt að fá á fimmtudögum milli kl. 16 og 18 og mælir Kolbrún Birna með að fólk hiki ekki við að nýta sér hana. „Hér hjá okkur færðu allt frá einföldum stillanlegum rúmum yfir í mjög tæknilega fullkomin rúm. Þau fást inndraganleg, rúmið er á sleða sem heldur því eins nálægt veggnum í uppréttri stöðu og hægt er, með sérstökum mjóbaksstuðningi, nuddi, næturlýsingu, sérstakri höfuðlyftu og „zero gravity“ svo eitthvað sé nefnt,“ segir hún. „Úrvalið er fjölbreytt og auðvelt að missa yfirsýnina. Þá er um að gera að fá alla þá aðstoð sem við höfum upp á að bjóða og leyfa sérfræðingunum okkar að leiða þig gegnum valið.“

Mynd/Hákon Davíð Björnsson

En af hverju stillanleg rúm? Svarið er einfalt: heilsunnar vegna. „Stillanleg rúm geta aðstoðað fólk með bakflæði við að ná bata og einnig fólk við að hrjóta síður,“ segir Kolbrún Birna. „Ennfremur hjálpa þau þeim sem eiga við stoðkerfisvandamál að stríða. Rúmin sem við seljum reisa þig ennfremur mjög hátt sem gerir einstaklega auðvelt að fara úr rúmunum, sérstaklega fyrir þá sem eiga erfitt með að hreyfa sig. Svo fylgja þessu líka þægindi fyrir þá sem lesa uppi í rúmi eða horfa á sjónvarp.“

Öll stillanlegu rúmin sem fást í Vogue fyrir heimilið eru frá bandaríska fyrirtækinu Ergomotion sem seld hafa verið á Íslandi til margra ára og hefur verið gerður mjög góður rómur að þeim. Þau eru einstaklega sterkbyggð og áreiðanleg.

Mynd/Hákon Davíð Björnsson

Tíu ára ábyrgð er á mótorum sem eru bæðir öflugir en fyrst og fremst hljóðlátir. Á burðarvirki rúmanna er tuttugu ára ábyrgð, en það er gert úr tvíhertu sérvöldu stáli.

- Auglýsing -

Öll tannhjól, fóðringar og festingar eru úr næloni en það þýðir að ekkert þarf að smyrja og bjástra við að liðka þær. Rúmin eru því í raun viðhaldsfrí.

„Svefn á að vera áhyggjulaus og ánægjulegur,“  segir Kolbrún Birna að lokum. „Og við leggjum mikið upp úr því að þjónusta okkar og vörur endurspegli það.“

 

- Auglýsing -

VOGUE FYRIR HEIMILIÐ

SÍÐUMÚLA 30

108 REYKJAVÍK

SÍMI: 553 3500

WWW.VOGUE.IS

 

VOGUE FYRIR HEIMILIÐ

HOFSBÓT 4

600 AKUREYRI

SÍMI: 462 3504

WWW.VOGUE.IS

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -