Nýjasta frá Apple – Apple Watch 4 – iPhone Xs og Xs MAX | Mannlíf

Stúdíó Birtingur

12 október 2018

Nýjasta frá Apple – Apple Watch 4 – iPhone Xs og Xs MAX

Ásgeir Jón Guðbjartsson hjá Epli.is segir frá nýjungum frá Apple.

Í september kynnti Apple nýjustu afurðir sínar, Apple Watch 4, iPhone Xs og iPhone Xs MAX, og iPhone XR, á árlegum við­burði sem fram fór í Steve Jobs Theater við nýju höf­uð­stöðvar Apple í Kaliforníu. Við hittum Ásgeir Jón Guðbjartsson, markaðsstjóra hjá Epli.is, og skoðuðum nýjustu afurðir Apple sem hafa litið dagsins ljós hjá versluninni og rjúka út eins og heitar lummur.

Áhersla Apple Watch 4 á heilsu og hreyfingu

Hvað hefur nýja útgáfan af Apple Watch 4-úrinu fram yfir eldri gerðina? „Nýja úrið er að miklu leyti end­ur­hannað en er í meg­in­dráttum með sama útlit. Skjárinn hefur stækkað um þriðj­ung og fyllir nú betur út í fram­hlið­ina. Úrin sjálf hafa stækkað örlít­ið, minni útgáfan fer úr 38 millimetrum í 40 millimetra og það stærra úr 42 millimetrum í 44 millimetra. Þetta gefur nýtt pláss fyrir nýjar og flókn­ari úrskífur með fleiri eig­in­leik­um. Frá því að Apple kynnti fyrsta úrið fyrir þremur árum hefur sýn fyrirtækisins á vör­una þró­ast mikið. Í stað þess að vera framleng­ing á sím­anum og leið til að eiga í sam­skiptum við vini og vandamenn þá er öll áhersla Apple nú á heilsu og hreyf­ingu,“ segir Ásgeir.

„Skjárinn hefur stækkað um þriðj­ung og fyllir nú betur út í fram­hlið­ina. Úrin sjálf hafa stækkað örlít­ið, minni útgáfan fer úr 38 millimetrum í 40 millimetra og það stærra úr 42 millimetrum í 44 millimetra.“

Hver myndir þú segja að væri stærsta breytingin? „Stærsta breyt­ingin í þessa átt er að nú er úrið með inn­byggðu hjarta­línu­riti (ECG) sem er bylt­ing fyrir þá sem þurfa að fylgj­ast náið með sínum hjartslætti og hefur ekki sést áður í neinu öðru snjallúri. Sá eiginleiki verður í fyrstu eingöngu aðgengilegur í Bandaríkjunum. Nýju úrin nema það ef not­and­inn dettur og geta hringt sjálf­krafa í Neyð­ar­lín­una ásamt því að senda skila­boð á ICE (In Case of Emergency)-tengiliði ef not­and­inn hefur verið hreyf­ing­ar­laus í mín­útu eftir fall­ið. Jafnframt getur úrið hjálpað til við að finna óreglu­legan hjart­slátt og aðrar hjartsláttartruflanir.“

Gylltur iPhone Xs og Xs Max

Apple er komið með nýjan arf­taka iPhone X sem kom í fyrra. Sá sími kall­ast iPhone Xs. iPhone Xs er hefð­bundin S-upp­færsla. Epli.is er þegar komið með arftakann í sölu og er mikil eftirspurn eftir símanum.

Hverjar eru helstu nýjungarnar í iPhone Xs? „Útlit sím­ans er nán­ast eins fyrir utan að hann fæst einnig í gylltum lit til við­bótar við svartan og hvít­an. Inn­volsið er aftur á móti mikið breytt. Nýr A12 Fusion-örgjörvi sem er mun öfl­ugri, ný mynda­vél með mögnuðum eiginleikum og upp­fært Face ID sem aflæsir sím­ann hraðar en áður.“

„Myndavélin tekur margar myndir sem í bakgrunninum púslar þeim saman og gerir eina mynd með ótrúlegri dýpt og magnaðri lýsingu sem kallast Smart HDR. Með þessu nást skýrari og bjartari myndir sem hafa ekki áður náðst á snjallsímum. Í fyrsta sinn er sími frá Apple með stuðn­ingi við tvö SIM-kort, annað hefð­bundið og hitt inn­byggt í sím­ann eða svo­kallað eSIM. Sú tækni er þó ekki kom­in hingað til lands og óvíst hvenær verður. Apple end­ur­tók leik­inn frá 2014 þegar fyrirtækið kynnti iPhone 6 í tveimur stærð­um. Xs Max er nákvæmlega eins og iPhone Xs, aðeins stærri.“

„Áður hétu stærri símar Apple Plus sem var þá tengt því að stærri sím­inn hefði eitt­hvað til við­bótar, til dæmis betri mynda­vél eða jafn­vel tvær í stað einn­ar. Svo er ekki með Xs Max, hann er bara stærri útgáfa af iPhone Xs. Skjár­inn á Xs er 6,5 tommu en ummál sím­ans er svipað og iPhone 8 Plus,“ segir Ásgeir og brosir.

Myndir/ Hákon Davíð Björnsson og úr einkasafni Epli.is

Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Stúdíó Birtingur

fyrir 1 degi

Í himnesku umhverfi við sjávarsíðuna

Lesa meira

Stúdíó Birtingur

fyrir 1 viku

Hreyfing – eitt besta gleðilyf sem til er

Lesa meira

Stúdíó Birtingur

14 desember, 2018

Gleðin var við völd í 25 ára afmælishófi

Lesa meira

Stúdíó Birtingur

14 desember, 2018

Mikið úrval heilsurúma við allra hæfi

Lesa meira
Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is