Tæknirisinn Apple kynnti á dögunum nýjustu útgáfurnar á MacBook Air, Mac Mini, iPad Pro og Apple Pencil, þar sem fagurfræðin, gæðin og notagildið fara vel saman. Ávallt tekst þeim að gera enn betur og hönnunin skilar sínu. Við heimsóttum Björgvin Þór Björgvinsson, verslunarstjóra Epli.is, og kynntum okkur það nýjasta frá Apple, nýjustu fítusana og útlit.
Apple tók aðeins öðruvísi vinkil á kynninguna sína, sem var haldin í fyrsta skipti í New York. Þar var fyrst og fremst einblínt á sköpunargáfu og vinnslugetu sem tengist notkun Apple-tækjanna, sem listamenn víðast hvar hafa nýtt sér frá því að fyrsta Apple-tölvan kom á markaðinn. Í framhaldi af því voru nokkrar nýjungar kynntar, eins og glæný Mac mini, MacBook Air og svo iPad Pro sem er algjörlega endurhannaður. Getur þú sagt okkur hvað nýjasta útgáfan á MacBook Air hefur fram yfir þá eldri? „Nýja MacBook Air hefur fengið nýjan og kristaltæran Retina-skjá með enn meiri skerpu, upplausn og betri liti. Hún er orðin léttari og nettari með 13,3 skjá. Þar að auki er vinnslugeta hennar enn meiri með nýjustu kynslóð Intel-örgjörva. Ein skemmtileg nýjung er að tölvan hefur Touch ID, eða fingraskanna, þannig að þægilegt er fyrir notandann að komast hratt og örugglega inn á tölvuna án þess að slá inn lykilorðið. Apple leggur mikla áherslu á öryggismál og eru gögnin dulkóðuð með háum öryggisstöðlum þannig að erfitt er fyrir aðra að komast að gögnunum.“
Nýjasta útgáfan af MacBook Air draumur fyrir nemendann
Kemur MacBook Air í nýjum litum eða með nýrri áferð? „Margir viðskiptavinir okkar hafa einmitt verið mjög spenntir fyrir að fá MacBook Air í litum og nú fást þær í fallegum gull- og dökkgráum lit. Hún verður einnig fáanleg í hinum klassíska lit, silfur.“
Er nýja MacBook Air draumaeintakið fyrir nemendann? „Ef ég væri að fara að fjárfesta í fartölvu, yrði þessi klárlega fyrir valinu. Ég hef notað MacBook Air sem vinnutölvu í meira en sjö ár og er alsæll. Ekki skaðar að rafhlaðan endist í allt að tólf klukkustundir og er því án efa draumavél fyrir nemendur og í raun alla sem vilja flottustu fartölvuna í dag.“
Mac Mini á stærð við bók
Hverjir eru helstu kostir við Mac Mini og hvað hefur bæst við? „Mac Mini er í raun og veru „turntölvan“ frá Apple, nema að það fer ekkert fyrir henni, hún er á stærð við bók, og er einnig ótrúlega öflug. Apple setti alla nýjustu tæknina í þennan litla kassa og hægt að fá hana í alls kyns útfærslum. Hún hentar því bæði fyrir hinn almenna notanda og þá kröfuhörðu.“
Þriðja kynslóð iPad Pro og Apple Pencil mögnuð upplifun
Hverjar eru helstu nýjungarnar sem hafa orðið á nýjasta iPad Pro? „Ný hönnun og hraðvirkari en 92% af öllum fartölvum á markaðnum. En þar að auki er búið að minnka rammann í kringum skjáinn, fjarlægja fingrafaraskannann og setja Face ID. Þannig tókst Apple að gera hann nettari, en samt stækka skjáinn á minnstu útgáfunni. Þessi nýi þriðju kynslóðar iPad Pro er sá allra öflugasti sem Apple hefur framleitt og auðvelt er að vinna þung verkefni á hann. Full útgáfa Photoshop er væntanleg í byrjun næsta árs sem mun vinna fullkomlega vel með nýja iPad Pro. Nýr penni var einnig kynntur, en hann smellur á hlið tækisins með segli og hleður sig þannig.“
Vinsældir iPad Pro eru að aukast jafnt og þétt. „Það hefur sýnt sig að iPad er í auknum stíl að koma í stað tölvunnar. Tækniþróunin á þessum tækjum hefur tekið svo stórt stökk síðastliðin ár, en þar má þakka að Apple er bæði hugbúnaðar- og tækjaframleiðandi og nær þannig að gera ótrúlega hluti með góðri samvinnu beggja hluta. Þá er ég að meina rafhlöðuendingu, afl og notendaviðmót. iPad Pro hefur verið ótrúlega vinsæll hjá okkur og salan eykst ört,“ segir Björgvin.
Hverjir eru helstu kostir Apple Pencil fyrir iPad Pro? „Fyrst og fremst er nákvæmnin og upplifunin mögnuð. Þetta er jafnnáttúrulegt og að nota penna á blað, nema að þú hefur öll tólin á einum stað. Ég veit að notendur elska að nota hann í alls kyns verkefni, sumir til að teikna og aðrir einfaldlega til að skrifa niður glósur eða inn á PDF-skjöl.“
Verða þessar tækninýjungar til þess að auka vinsældir iPad Pro enn frekar?
„iPad Pro er kominn til þess að vera. Þetta undratæki sem Apple kynnti 2009 verður bara betra með hverju ári. Ég held að bæði iPad Pro og hinn klassíski iPad verði mest notuðu tölvurnar í framtíðinni.“
iPad Pro kom á miðvikudaginn og seldist upp um leið, vörurnar rjúka því út jafnóðum og þær koma. „Við eigum svo von á MacBook Air og Mac mini aðeins seinna í mánuðinum. Við tökum við pöntunum strax í dag og sniðugt að gera slíkt vilji maður tryggja sér eintak fyrir jólin,“ segir Björgvin. „Ég mæli eindregið með að fólk komi og skoði þessi nýju mögnuðu tæki, en við ættum að fá sýningareintök bráðlega. Það er ótrúlegt hvað það hefur mikið að segja, sérstaklega iPad Pro og nýja pennann,“ segir Björgvin og er hinn glaðasti.
Myndir / Aldís Pálsdóttir og úr einkasafni Epli.is
Í samstarfi við Epli.is