Fimmtudagur 24. október, 2024
0.5 C
Reykjavik

Öflugar og flottar kvenfyrirmyndir hjá Mjölni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íþróttafélagið Mjölnir býður upp á gríðarlega öflugt og fjölbreytt íþróttastarf.

Helstu markmið Mjölnis er að efla og styðja við bardagaíþróttir á Íslandi og margt fleira. Öflugt bardagaíþróttastarf þar sem boðið er upp á brasilískt jiu-jitsu, Kickbox, Box og MMA. Einnig er boðið upp á víkingaþrek sem er alhliða líkamsrækt, styrktar- og þrekþjálfun, jóga og styrktartíma sem heita Goðaafl. Framúrskarandi hópur starfar hjá Mjölni og er stolt Mjölnis. Þar eru verðugar fyrirmyndir sem tekið er eftir sem eru að vinna frábært starf og laða iðkendur að.

Ingunn Unnsteinsdóttir er aðstoðarframkvæmdastjóri Mjölnis. ,,Ég stundaði aldrei keppnisíþróttir þegar ég var yngri og byrjaði ekki að hreyfa mig neitt fyrr en ég var orðin 25 ára. Ég hef aldrei stundað líkamsræktarstöðvar og taldi mig ekki vera íþróttamanneskju. Það breyttist allt þegar ég byrjaði í Mjölni og í dag mæti ég á æfingu eins oft í viku og ég get. Það er ekkert betra en að mæta á æfingu, finna jákvæðnina og hvatninguna í æfingafélögunum taka aðeins á því.“

„Ég ofboðslega hamingjusöm að fá að vera í þessu og þetta er vinnan mín, að keppa og kenna öðrum. Það gefur mér mikið að fá að kenna og þjálfa aðra.“

Sunna Rannveig Davíðsdóttir atvinnubardagakona og kickbox-þjálfari. Hún er okkar allra öflugasta bardagakona, sú öflugasta á landinu. Sunna fer ekki inn í hringinn án þess að fara með sigur af hólmi. Auk þess að vera grjóthörð bardagakona er Sunna öflugasta fyrirmynd kvenna í bardagaíþróttinni í dag. „Ég elska að vera í búrinu og mér líður miklu betur þar en heima hjá mér. Búrið er minn staður, þar er ég örugg og þar klára ég þau verkefni sem ég ætla að taka mér fyrir hendur. Þar get einbeitt mér og ekkert truflar mig.“ „Helstu markmið mín er að hafa gaman af þessu, gera það sem ég elska og vera þakklát. Ég ofboðslega hamingjusöm að fá að vera í þessu og þetta er vinnan mín, að keppa og kenna öðrum. Það gefur mér mikið að fá að kenna og þjálfa aðra.“
„Gunnar Nelson hefur alltaf verið fyrirmynd mín og verður það alltaf.“

Áslaug María Þórsdóttir, unglingaþjálfari og framtíðastjarna. Áslaug María  hefur unnið þrjú ár röð í opnum flokki kvenna á Mjölnir Open unglinga. Hún setur markmiðið hátt og setur stefnuna á að komast á MMA í framtíðinni. „Markmið mitt er að verða best í heimi og fara alla leið, það er ekkert flóknara en það.“
„Ég hef þroskast líkamlega og ekki síður andlega við það að æfa hjá Mjölni. Mjölnir er orðinn mjög stór hluti af lífi mínu og stórum hluta af deginum er eytt þar.“

Inga Birna Ársælsdóttir, styrktarþjálfari og glímukona. Inga Birna er ein af þjálfurum Goðaaflsins og barnastarfsins í BJJ. Goðaafl er námskeiðið sem er tilvalið fyrir þá sem eru að koma sér af stað eftir meiðsli eða hafa lítið æft undanfarin ár.  Inga Birna er grjóthörð, er ein af bestu glímukonum landsins og er glímukona ársins 2017. Hún hefur æft hjá Mjölni frá árinu 2011 og og hampar fjórum strípum í bláu belti í BJJ.
„Mjölnir er í raun mitt annað heimili. Ég er þakklát fyrir hvað ég hef eignast marga nána vini þar og meira segja sambýlismann. Eins hef ég bæði breyst og þroskast mikið á þessum tíma, bæði sem íþróttakona og einstaklingur.“
„Helstu markmið mín eru að halda áfram að ýta mér út úr þægindarammanum, vera dugleg að keppa og verða aðeins betri íþróttakona með hverjum deginum.“
„Helstu markmið mín sem þjálfara er að vera til staðar og drífa fólk áfram við það að ná þeim markmiðum sem það setur sér, hvort sem markmiðin snúa að almennu heilbrigði eða því að verða betri íþróttamaður/kona.“

„Hér er afar gott andrúmsloft, heimilislegt og nándin er svo mikil.“

- Auglýsing -

Steinunn Þórðardóttir er bæði með jógatíma fyrir alla og sér námskeið fyrir verðandi mæður sem nefnist Freyjuafl. „Jógaþjálfunin er í raun tvíþætt, í byrjun bjuggum við til æfingarnar með bardagalistina í huga og unnum með hana, íhugleiðslu, öndunina og liðleika og hefur sú þjálfun verið í þróun. Við erum líka með Slökunar- og Vinyasa-jóga.“
„Markmiðin mín með jógaþjálfuninni er að ná til sem flestra og mæta þörfum allra, líka þeirra sem telja að þeir séu of stirðir og halda að þeir geti ekki stundað jóga.“
„Mjölnir er orðinn partur af lífi mínu og fólkið sem hér starfar er fjölskyldan mín. Starf mitt hjá Mjölni hefur gert mig að meiri manneskju. Hér er afar gott andrúmsloft, heimilislegt og nándin er svo mikil. Hér líður mér best.“

Mjölnir er til húsa í Öskjuhlíðinni, að Flugvallarvegi 3-3a í Reykjavík.

Aðstaðan hjá Mjölni er hin glæsilegasta og er húsnæðið búið sex glæsilegum æfingasölum með lyftinga- og teygjuaðstöðu og félagsaðstöðu.

- Auglýsing -

Texti / Sjöfn Þórðardóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson
Myndband / Óskar Sveinsson
Mjölnir í samstarfi við Mannlíf

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -