Persónuleg og góð þjónusta í fyrirrúmi | Mannlíf

Stúdíó Birtingur

5 október 2018

Persónuleg og góð þjónusta í fyrirrúmi

Megináhersla Granítsteina er persónuleg þjónusta í öllum þeim ólíku verkefnum sem viðskiptavinir biðja um að sögn Sigurðar Hjalta Magnússonar hjá Granítsteinum ehf.

Granítsteinar er steinsmiðja sem hóf rekstur sinn árið 2008. Fyrirtækið framleiðir borðplötur, sólbekki, vatnsbretti og steinklæðningar ásamt ýmiskonar sérsmíði, annars vegar legsteinaframleiðslu og uppsetningu á þeim og hins vegar þjónustu kringum legsteina. Við litum inn hjá Granítsteinum og hittum Sigurð Hjalta Magnússon þar á bæ og fengum nánari upplýsingar um hvað er í boði fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

„Megináhersla Granítsteina ehf. er persónuleg og góð þjónusta við viðskiptavini okkar, og aðstoða þá við útfærslu á öllum þeim ólíku verkefnum sem þeir biðja um, og höfum við hingað til getað orðið við óskum allra,“ segir Sigurður.
„Við framleiðum úr efnum hvaðanæva úr heiminum, til að mynda, graníti, marmara, kvars frá Ítalíu, Suður-Ameríku, Belgíu og Kína og að auki höfum við unnið úr íslenskum efnum eins og blágrýti og grágrýti.

Við erum einnig í nánu samstarfi við aðila á Ítalíu sem gera okkur kleift að útvega efni, hluti og vörur úr námum þaðan, úr áður óþekktum stærðum. Granítsteinar hafa einnig sinnt sérpöntunum á flísum og veggklæðningum úr steini.“
Sigurður hvetur fólk til að heimsækja þau í Helluhraun 2, fá ráðgjöf og skoða úrvalið. „Skoða öll efnin úr steini, ásamt legsteinum og fylgihlutum. Við reynum að verða við óskum allra eins og kostar er og njótum þess að þjóna viðskiptavinum okkar, í stóru sem smáu,“ segir Sigurður Hjalti glaður í bragði.

Stúdíó Birtíngur í samstarfi við Granítsteina

Myndir / Úr einkasafni Granítsteina

Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Sjá einnig

Stúdíó Birtingur

fyrir 2 dögum

Veik fyrir gömlum bárujárnshúsum

Lesa meira

Stúdíó Birtingur

fyrir 2 dögum

Kraftur, bjartsýni og einhugur í fólki

Lesa meira

Stúdíó Birtingur

fyrir 1 viku

Náttúruleg þrenna fyrir athygli og minni

Lesa meira

Stúdíó Birtingur

fyrir 2 vikum

Komdu að prútta!

Lesa meira
Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is