Föstudagur 29. mars, 2024
2.8 C
Reykjavik

Sælkeraferð um Baskaland

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Úrval Útsýn býður upp á einstaka ferð um Baskaland á Norður-Spáni um páskana, með tilheyrandi útsýnisferðum, vínsmökkunum og öðrum lífsins lystisemdum.

Gist verður á fyrsta flokks hóteli, Hotel Dolarea í bænum Baesin, sem er í aðeins klukkustundar akstursfjarlægð suðaustur af hinni líflegu hafnarborg Bilbao og tímanum varið í að smakka vín og rétti að hætti heimamanna í nærliggjandi byggðarlögum.

Eftir beint flug með Icelandair til Bilbao um hádegisbil fimmtudaginn 18. apríl verður kynningarsetur Idiazabal-ostsins fyrsti viðkomustaður, en hann hefur lengi verið eftirlæti baskneskra fjárhirða. Osturinn góði verður þar í boði og sömuleiðis Txakoli-vín áður en leiðin liggur svo til Baesin, þar sem þægindi Dolorea-hótelsins taka við.

Daginn eftir verður síðan lagt af stað að hjarta vínframleiðslunnar í Baskalandi sem er að finna í Logrono, höfuðborg La Rioja-sjálfstjórnarsvæðisins. Borgin er meðal annars þekkt fyrir forvitnilega byggingarlist sem á rætur að rekja til tíma Rómverja og í þessari heimsókn gefst færi að kynna sér hana betur í skoðunarferð um gamla bæinn. Víngerð er ein helsta atvinnugrein borgarbúa og verða vín svæðisins því vitanlega smökkuð og í leiðinni litið inn á notalega tapas-staði sem eru í löngum röðum sums staðar í Logrono. Upp úr hádegi sama dag verður svo frægt víngerðarhús að nafni Wineary Marques de Riscal heimsótt, en í vínkjallara þess er að finna raðir af ámum sem geyma allar árgerðir vínanna frá stofnun árið 1858.

Allt það besta í mat og drykk

Höfuðborg Baskalands, Vitoria eða Vitoria-Gestseuz, verður heimsótt laugardaginn 20. apríl, en árið 2012 var borgin útnefnd Græna borg Evrópu vegna þeirra óvenju mörgu grænu svæða sem eru á víð og dreif um hana. Vitoria er þó þekkt fyrir fleira, svo sem fjölmargar kirkjur, forvitnileg söfn, fjölbreytta veitingastaði, bari og verslanir sem gaman er að skoða, en eftir heimsóknina verður farið til Ananan-saltsvæðisins sem hefur að geyma elstu saltnámur heims, um það bil 6.500 ára gamlar (!) og þar bragðað á hreinu saltinu.

- Auglýsing -

Áfangastaður sunnudagsins er svo ekki af verri endanum en þá verður farið til hafnarborgarinnar San Sebastian þar sem varla er þverfótað fyrir góðum veitingastöðum, verslunum, heilsulindum og öðrum lúxus. Við komuna verður meðal annars farið í skoðunarferð um borgina, bragðað á Txakoli-víni úr smiðju heimamanna og ef tími gefst farið með kláfferju upp á Igueldofjall þar sem glæsilegt útsýni er yfir borgina.

Lokadeginum verður svo varið í Bilbao, menningar- og menntamiðstöð Baskalands, sem státar af fínum veitingastöðum, verslunum, arkitektúr og fallegri náttúru í grenndinni og svo auðvitað hinu skemmtilega skrítna Guggenheimsafni, sem margir koma gagngert til að skoða, enda algjört listaverk í sjálfu sér. Varla er hægt að biðja um betri endi á ævintýralegu ferðalagi þar sem allt það besta í mat og drykk er á boðstólum.

- Auglýsing -

Myndatexti: Úrval Útsýn býður upp á fimm daga ferð um Baskaland og fjórar gistinætur, dagana 18. apríl til 22. apríl. Þar verða staðirnir Beasin, Logrono, Vitoria, San Sebastian og Bilbao heimsóttir en þeir eru við jaðar Rioja-vínsvæðisins.

Stúdíó Birtíngur
Í samstarfi við Úrval Útsýn

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -