Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Sjálfvirk umsýsla stéttarfélaga

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Guðmundur Sigursteinn Jónsson, hjá hugbúnaðar- og sprotafyrirtækinu Kaktus, segir Félagakerfi geta minnkað umsýslu stéttarfélaga um 30-40 prósent. Hann er einn af eigendum og stjórnendum fyrirtækisins. Guðmundur hefur unnið við hugbúnaðarþróun allt frá árinu 1999 og hefur komið að fjöldan allan af hugbúnaðarverkefnum bæði hér heima og erlendis. Síðustu ár hefur Guðmundur stýrt þróun á stafrænni lausn sem ber heitið Félagakerfi. Þessari lausn er ætlað að umbylta því hvernig stéttarfélög vinna.

Stéttarfélög verja stórum hluta af  tíma sínum í að sýsla með umsóknir félagsmanna í hina ýmsu sjóði. Mörg hver eru enn föst í handvirkum og tímafrekum ferlum og segir Guðmundur mikil tækifæri liggja í sjálfvirknivæðingu stéttarfélaga. “Félögin flestöll eru enn að vinna á gamla mátann. Víða má sjá pappírsumsóknir í stórum stílum og er tölvupóstflóðið lítt skárra. Þó að við stillum forsendunum í hóf þá erum við samt að sjá 30-40% tímasparnað í umsýslu með tilkomu kerfisins”.

Félagakerfi.is eru alhliða mínar síður fyrir stéttarfélög gagngert til að spara tíma í umsýslu. Tilgangur og hlutverk Félagakerfa er að auðvelda og spara tíma stéttarfélaga sem fer í utanumhald um félagsmenn og er byggt upp til að mæta þörfum félagsmanna.

Mikill tímasparnaður með sjálfvirknivæðingu

Ef við tökum meðalstórt stéttarfélag með um 250-500 umsóknir þar sem gert er ráð fyrir að hver umsókn taki 15-30 mínútur í heildarúrvinnslu m.a. að fara yfir viðeigandi umsókn, finna réttindi og stöðu sjóða hjá viðeigandi félagsmanni, svara svo  í tölvupósti – allt handvirkt á gamla mátann. Með því að sjálfvirknivæða allt umsóknarferlið má reikna með töluverðum vinnusparnaði eða allt að 10-20 daga í úrvinnslu.

Guðmundur segist upplifa það mjög sterkt að starfsmenn heilt yfir vilja ekki finnast þeir vera á færibandi. “Þeir vilja fá meiri tíma og  frelsi til að skoða málin og finna  betri úrlausnir fyrir félagsmenn sína  í stað þess að vera sífellt að taka á móti umsóknum og vinna þær handvirkt. Á sama tíma eru notendur hugbúnaðarlausna að verða mun kröfuharðari á sinn tíma. Úrlausn mála á að ganga snurðulaust fyrir sig og þurfa kerfin bæði að vera notendavæn og styðja við allar gerðir tækja, hvort sem um er að ræða tölvur, síma og/eða spjaldtölvur”.

Hvert stefnið þið með Félagakerfi? 

- Auglýsing -

Hið háleita markmið er að hjálpa öllum stéttarfélögum, stórum sem smáum, að einfalda vinnuna svo hægt sé að veita betri þjónustu til félagsmanna og koma þeim skrefi framar í stafrænni þróun.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -