Laugardagur 23. nóvember, 2024
-6.2 C
Reykjavik

Skemmtilegt að vera með fullt hótel af Íslendingum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigurlaug Sverrisdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri ION Hotels, segir að vel verði tekið á móti lands-mönnum á hótelunum í sumar, þar sem einstök náttúra, falleg hönnun, kyrrð og góður matur eru í fyrirrúmi.

„Það góða sem kemur kannski út úr þessum COVID-19 faraldri er að þegar slíkar hamfarir ganga yfir fara fyrirtæki og stofnanir í naflaskoðun sem leiðir oft til betri útkomu. Þegar COVID-19 skall á varð það til dæmis til þess að við ákváðum að færa okkur meira inn á innlenda markaðinn. Hingað til höfum við alltaf verið með svolítið af okkar „fasta“-kúnnum innanlands, bæði einstaklinga og fyrirtæki, en frá því í maí höfum við verið að fá fleiri íslenska gesti,“ segir Sigurlaug glaðlega. Hún segir að fólk sé opið og hlýtt. Allir sýni því skilning að fara þurfi eftir settum reglum sóttvarnarlæknis og að skipt sé niður á veitingastað og í heilsulindina. „Við erum ekki vön að hafa hús fullt af Íslendingum en það er mjög skemmtilegt.“

Einstök upplifun

ION-hótelin eru tvö talsins, annað á Nesjavöllum og hitt við Laugaveg. Það fyrra, ION Adventure Hotel, sem er skemmtilega staðsett á Nesjavöllum umkringt fallegri náttúru, hrauni og gönguleiðum, var opnað í febrúar 2013 og er margverðlaunað fyrir bæði hönnun og þjónustu. Sigurlaug segir að þegar það var opnað hafi ekki verið mikið um hótel eða veitingastaði sem voru fjarri byggð eða hringveginum. Slík tegund af gistingu og upplifun hafi aukist til muna síðustu ár og ferðavenjur og val fólks breyst. Það leiti nú mun fremur í sérstaka upplifun, náttúru, fegurð, frið, fallega hönnun, góðan mat og heilsulindir. Hún segir að fólk geri líka auknar kröfur um umhverfisvæna stefnu og það sé nokkuð sem ION-hótelin leggi áherslu á.

„Við vinnum með umhverfisvænar vörur á sama tíma og þægindi eru í fyrirrúmi og höfum alltaf lagt áherslu á nærumhverfi og samfélagslega ábyrgð. Vinnum mikið með nágrönnum okkar hvað þjónustu og vörur varðar og sú stefna speglast líka í gegnum allt hótelið þegar kemur að hönnun, efnisvali, list, tónlist og mat.“

- Auglýsing -

Systurhótel ION Adventure, ION City, var opnað við Laugaveg 28 í maí árið 2017 og er í sama húsnæði og veitingastaðurinn vinsæli Sumac, grill and drinks. Sigurlaug segir að þar séu átján herbergi, hvert öðru fallegra og búin ýmsum þægindum. „Til að mynda eru einkagufuböð með öllum fjórum svítum hótelsins,“ nefnir hún sem dæmi, „og tvær þeirra eru á einkasvölum með útsýni yfir Laugaveg og Esjuna.

Gæði í fyrirrúmi

- Auglýsing -

Hótelin eru hluti af Design Hotels, vörumerkis í eigu Marriott en Sigurlaug segir að uppfylla þurfi strangar kröfur hvað varðar gæði og þjónustu til að hljóta aðild. „Við fáum marga kúnna í gegnum Bonvoy, vildarkerfi Marriott. Þar eru yfir 120 milljónir vildarfélaga og þeir geta safnað punktum og notað á ION- hótelunum.“ Hún segir mikilvægt að tengjast slíku kerfi, það sé mikill gæðastimpil og veiti aðgang að stórum hópi viðskiptavina, en nýtingin á ION Adventure Hotel hefur verið um og yfir 75 prósent á ári.

„Á hótelunum rekum við svo þrjá veitingastaði, Silfru, Sumac og Óx. Veitingareksturinn er í samvinnu við Þráinn Frey Vigfússon sem er meðeigandi okkar og hefur lengi unnið með kokkalandsliðinu, en það eru forréttindi að vinna með fólki sem er sérfræðingar á sínu sviði.“

Margt á boðstólum í sumar

Spurð hvað verði á boðstólum sérstaklega í sumar nefnir Sigurlaug jóga og gönguferðir alla föstudaga og laugardaga undir leiðsögn Me Time Iceland. „Þessi aukalega þjónusta er öllum gestum, sem nýta sér tilboðin okkar, að kostnaðarlausu en við erum með sérstök tilboð fyrir innlendan markað allar helgar í sumar. Svo höfum við verið með Sumac POP up á Silfru. Bjóðum þá upp á matseðillinn frá Sumac á Nesjavöllum og Högni Egilsson tekur lagið fyrir gesti. Í byrjun vorum við aðeins með tvö svona skipulögð kvöld, en þau seldust upp á methraða og hafa því algjörlega slegið í gegn.“
Nánari upplýsingar á www.ioniceland.is

ION hotels í samstarfi við Stúdíó Birtíng

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -