Þriðjudagur 29. október, 2024
4.9 C
Reykjavik

Skúlptúrískar karöflur lífga upp á matarborðið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á Skólavörðustígnum er stórglæsileg verslun, Geysir Heima, sem er með vandaðar og fallegar vörur fyrir heimilið sem fanga augað.

Bæði er um að ræða vörumerki frá Geysi sem og frá öðrum hönnuðum. Einnig er einstaklega skemmtilegt gallerí í kjallaranum sem býður upp á fjölbreytta möguleika fyrir hönnuði og listamenn. Við litum inn og hittum verslunarstjórann, Hjört Matthías Skúlason og fengum frekari innsýn í hvaða vörur og þjónusta er í boði.

Silkimjúk bómullarrúmföt og íslensku ullarteppin heitust
„Við fókuserum mest á heimilistextíl og það sem er heitast núna eru rúmfötin okkar sem eru úr frábærri bómull sem er alveg silkimjúk og maður verður einfaldlega háður þeim. Svo eru það náttúrlega ullarteppin okkar sem eru alltaf jafnvinsæl og eru komin á þann stall að vera klassísk íslensk hönnun. Af öðrum Geysis-vörum þá eru ilmkertin okkar mjög vinsæl enda alveg tilvalin tækifærisgjöf,“ segir Hjörtur.

Íslensku ullarteppin í Geysi eru klassísk íslensk hönnun. Mynd / Hallur Karlsson

Glös sem mynda landslag
Alltaf er eitthvað nýtt og ferskt í boði í Geysi Heima. „Við vorum að taka inn alveg frábær glös frá f f e r r o n e sem eru alveg ótrúlega falleg og stílhrein. Það skemmtilega við þau er að öllum glösunum má snúa við og þá er komin önnur stærð af glasi. Þessi eiginleiki glasalínunnar gerir það að verkum að á borðinu myndast skemmtilegt landslag með glösunum. Þetta er elegant lína frá þeim hjá f f e r r o n e sem kallast Revolution Collection og er að sjálfsögðu uppþvottavélarheld,“ segir Hjörtur mjög ánægður með línuna.

Falleg og stílhrein glös frá f f e r r o n e eru nú fáanleg í Geysi heima. Þeim má snúa við og þá er komin önnur stærð af glasi. Karöflurnar eru úr línunni Cactus frá glerframleiðandanum Ichendorf Milano. Mynd / Hallur Karlsson

Skúlptúrískar karöflur
Einnig eru þau, hjá Geysi Heima, nýbúin að taka upp sendingu af karöflum frá glerframleiðandanum Ichendorf Milano. Karöflurnar eru skúlptúrískar enda heitir línan Cactus og þær lífga vel upp á matarborðið, sjón er svo sannarlega sögu ríkari. „Það er líka gaman að koma því að að við erum ekki einungis með vörur fyrir heimilið, við erum einnig með frábærar vörur fyrir kroppinn líka, þær eru frá Haeckels sem er breskt ilm- og húðvörufyrirtæki. Haeckels notar eingöngu náttúrulegt og lífrænt hráefni í sínar vörur með fókus á jurtaflóru hafs og strandar.“

Haeckels er breskt ilm- og húðvörufyrirtæki sem notar eingöngu náttúrulegt og lífrænt hráefni í vörur sínar. Mynd / Hallur Karlsson

Þarfir og væntingar viðskiptavinarins í forgrunni
Geysir heima leggur mikið upp úr góðri þjónustu og gæðum. „Það sem okkur er mikilvægt er að eiga gott samtal við viðskiptavininn og ná þannig að lesa í þarfir og væntingar hans. Ég er menntaður hönnuður og finnst leiðin að bestu útkomunni nást með því að spegla nokkrar hugmyndir með viðskiptavininum við val á hans vöru, til dæmis þegar við erum að gera gjafalista fyrir brúðkaup sem er hluti af okkar þjónustu.“
Í kjallaranum í Geysi Heima er skemmtilegt sýningarrými með nýjum sýningum á um tveggja mánaða fresti. „Núna stendur yfir alveg frábær sýning Þórdísar Erlu Zoëga, HARMONY. Þar leikur Þórdís sér með endurtekningu, symmetríu og jafnvægi með sérhönnuðum og handklipptum límmiðum á plastaðar glærur og plexíplötur. Verk listamanna sem sýna hverju sinni eru fáanleg í veggspjaldaútgáfum í versluninni sem gerir kaup á verkum þeirra aðgengilegri,“ segir Hjörtur að lokum.

Í Geysi heima er fjölbreytt úrval fallegra hluta fyrir heimilið. Mynd / Hallur Karlsson
Mynd / Hallur Karlsson
Mynd / Hallur Karlsson
Mynd / Hallur Karlsson

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -