Mánudagur 23. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Snyrtivörukaup karla minna feimnismál en áður

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Karlar eru allir að koma til þegar kemur að snyrtivörunotkun, en mættu vera óhræddari við að víkka sjóndeildarhringinn,“ segir Karin Kristjana Hindborg, stofnandi og eigandi verslunarinnar Nola. Verslunin býður upp á vandaðar snyrtivörur og opnar á næstunni netverslun fyrir karla, nolaman.is.

Lait Creme.

„Karlar í dag eru mun duglegri að nota snyrtivörur þótt enn séu einhverjir feimnir við það,“ segir Karin. „Það eru til dæmis þessir gallhörðu „karlmenn“ sem segjast stoltir aldrei hafa notað neitt svona pjatt en standi enn í lappirnar. Eða þeir sem læðast í snyrtivörudeildir og lauma einhverju í körfuna og eru með tilbúna afsökun þegar kemur að því að greiða, eins og að snyrtivörurnar séu fyrir konuna.
Aðrir koma svo algjörlega af fjöllum þegar við spyrjum hvort þeir noti húðvörur, hafa ekki hugmynd um af hverju þeir ættu að prófa þær en eru samt forvitnir. Síðan eru það þeir sem eru „komnir á vagninn“ og finna og sjá ávinninginn af því að nota húðvörur og eru algjörlega ófeimnir – sem er frábært.“

Karin segir nokkrar ástæður valda því að karlar telji snyrtivörur feimnismál. „Ein ástæðan er bara almennt þekkingarleysi. Markaðssetningu snyrtivara er oftast beint að konum og þess vegna finnst kannski einhverjum að snyrtivörur séu bara fyrir konur og það sé „kvenlegt“ að nota þær, bara eitthvað óþarfa pjatt. Sem er auðvitað mjög gamaldags og úreltur hugsunarháttur, sem er á undanhaldi, og það getum við þakkað þeirri vitundarvakningu sem hefur átt sér stað síðustu ár.“

Yngri karlar óhræddari við nýjungar
Upplifirðu kynslóðamun þegar kemur að snyrtivörunotkun? „Já, það er munur á kynslóðum. Yngri karlar eru mun opnari og móttækilegri að prófa nýjungar. Þeir spyrja líka meira. Þeir eldri vilja frekar eitthvað eitt sem virkar og halda sig þá við það.“

Frá Skyn.

„Uppáhaldsspurningin mín! Jú, auðvitað,“ segir Karin og hlær spurð hvort karlar þurfi jafnmikið á snyrtivörum að halda og konur. „Af hverju ættu karlar að sniðganga stærsta líffærið sitt frekar en konur? Þeir fá sömu húðvandamál og við; exem, rósroða, þurrkbletti og fleira. Þeir fá líka húðþurrk undir skegginu eða kláða og rakstursbólur og sætta sig kannski bara við það því þeir vita ekki hvernig á að snúa sér.“

Öllum hollt og gott
Spurð hvað karlar ættu helst að einblína á þegar kemur að snyrtivörum segir hún þá oftast spá í hluti eins og raksápu, rakakrem eða skeggolíur. Þeir mættu hins vegar alveg víkka sjóndeildarhringinn.

- Auglýsing -
Lait Creme.

„Valið ræðst auðvitað af húðgerð og í hverju þeir vilja vinna. Svo þarf að huga að hlutum eins og húðvandamálum og fæðingarblettum og þar koma húðlæknar til sögunnar. Fyrir utan það ættum við öll, óháð kyni, aldri eða húðgerð, að nota húðvörn (spf 30+) daglega.“

Karin segir að þótt snyrtivörunotkun sé kannski ekki beint innan þægindaramma allra karla geti áhuginn verið fyrir hendi. „Þannig að við þurfum að vera dugleg að hjálpa þeim og ætlum einmitt að opna netverslun fyrir karlmenn, nolaman.is. Þar verða í boði vörur svipaðar og við bjóðum upp á hjá nola.is en þetta verður einfaldara í sniðum, öðruvísi fræðsla og aðrar áherslur.“

Nánar á nola.is eða í verslun Nola, Ármúla 38 í Reykjavík.

- Auglýsing -

Nola í samstarfi við Stúdíó Birtíng

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -