Mánudagur 30. desember, 2024
-6.2 C
Reykjavik

Stólar Wegner alltaf heillað

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðmundur Hallgrímsson er fasteignasali á REMAX Senter-fasteignasölunni. Hann býr í Vesturbænum í Reykjavík og er í sambúð með Völu Valþórsdóttur viðskiptaþróunarstjóra hjá Landsvirkjun, og á tvo stráka, Patrek Thor, fimmtán ára og Kormák Krumma, tíu ára.

Hvað heillar þig mest við starfið?
„Það sem er skemmtilegast er fjölbreytileikinn og samskipti við fólk, einnig er mjög gaman að óska fólki til hamingju þegar það hefur fest kaup á nýju heimili.“

Geturðu lýst hefðbundnum vinnudegi hjá þér?
„Dagurinn byrjar milli klukkan 8-9 á morgnana og endar oft milli kl. 18.00 og 19.00 en þó er maður oft að vinna lengur en þá í símanum og tölvupóstum.  Annars eru dagarnir mjög misjafnir, suma daga er maður að vinna allan daginn á skrifstofunni en aðra er maður mikið á ferðinni í verðmati á eignum og að sýna eignir.“

Hvað er það sem þér finnst gera heimili að heimili?
„Mér finnst gaman að hafa fallegt hjá mér og hef áhuga á myndlist og fallegum húsgögnum en það sem gerir heimilið að heimili er númer eitt fólkið sem býr þar og þeir sem koma í heimsókn, vinir, ættingjar og vinir barnanna. Það er til dæmis gott merki um að heimilið sé góður staður til að vera á þegar maður kemur úr vinnu og allt eldhúsið er fullt af diskum og brauðmylsnu eftir synina og vini þeirra.“

Geturðu líst þínum stíl?
„Hann er frekar skandinavískur en með kannski smáslettu af breskum húmor, mér finnst gaman að poppa upp skandinavíska mínimalstílinn með litum og stemningu.“

„Það er til dæmis gott merki um að heimilið sé góður staður til að vera á þegar maður kemur úr vinnu og allt eldhúsið er fullt af diskum og brauðmylsnu eftir synina og vini þeirra.“

Áttu þinn uppáhaldsarkitekt?
„Það eru mjög margir frábærir arkitektar bæði innlendir og erlendir og mér finnst erfitt að benda á einn, en meðal annars er Manfreð Vilhjálmsson í miklu uppáhaldi hjá mér. Við á REMAX erum einmitt með Blikanes 21 til sölu núna sem er eitt af húsunum sem hann teiknaði.“

Áttu þinn uppáhaldshönnuð?  
„Það er svipað og með arkitektana og gæti listinn verið endalaus. Stólarnir hans Hans Wegner hafa alltaf heillað mig og svo er HAF, íslenska hönnunarteymið, að gera frábæra hluti og auðvitað Ólafur Elíasson sem er allt í senn listamaður, hönnuður og arkitekt.“

- Auglýsing -

Hvað hefur þig alltaf dreymt um að eignast en ekki eignast hingað til?
„Ég hef í mörg ár haft augastað á koníaksbrúnum sófa frá ítalska merkinu Flexform, hann skilar sér vonandi einn daginn í stofuna.“

Uppáhaldsliturinn þinn? „Það sveiflast svolítið milli árstíða, ljósari litir á sumrin og dekkri á veturna. Brúnt, grænt og navy-blátt er alltaf klassískt og svo er ég mjög hrifinn af hvítum skyrtum í fataskápinn.“

Hvar líður þér best? 

- Auglýsing -

„Það er heima með fólkinu mínu og svo með vinum. Hef gaman af því að vera í náttúrunni á skíðum og fjallahjóli.“

Nú er sumarið komið og margir huga að garðinum, er eitthvað sem þig langar að eignast í garðinn? 
„Það eina sem vantar í hann er meiri sól.“

Svalasti veitingastaðurinn á Íslandi í dag? „Það er endalaust verið að opna skemmtilega nýja staði, Bastard er til dæmis frábær viðbót í flóruna en mínir uppáhalds eru alltaf Snaps og Jómfrúin en ég elska danskt smurbrauð.“

Er einhver byggingarstíll sem heillar þig meira en annar?
„Nei, í raun ekki en ég er bæði mjög hrifinn að gömlum húsum með fallegum gluggum og loftlistum, það er að segja þessi hús frá árunum 1900-1930 og svo stílnum frá 1960-1970 þar sem formin eru einfaldari og gluggarnir stærri.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -