Heitur pottur á veröndina í garðinn og sumarbústaðinn.
Þeir félagarnir Kristján Berg og Hafsteinn Kristinsson hjá heitirpottar.is búa yfir mikilli reynslu á hitaveituskeljum og eru búnir að veita kaupendum sínum ráðgjöf yfir tólf ára skeið. Í forgrunni hjá þeim er að veita góða og persónulega þjónustu og viðskiptavinurinn er ávallt númer eitt. Við hittum þá og tókum stöðuna á heitu pottunum og hvað sé það heitasta í dag.
Getið þið sagt okkur hvað er það nýjasta í dag?
„Það nýjasta í dag eru PLUG&PLAY-hitaveituskeljar. Þá koma skeljarnar tilbúnar. Það er að segja með klæðningu, yfirfalli og niðurfalli ásamt vönduðu handfangi. Hitaveituskeljarnar eru einangraðar og tilbúnar til tengingar fyrir píparann. Þær koma því tilbúnar til þess að setja beint á pallinn og þarf ekki að smíða í kringum þær. Sem spara bæði tíma og fjármuni ásamt því að vera mjög fljótlegt í uppsetningu.“
Eru þið með margar tegundir í boði af hitaveituskeljum?
„Margir litir eru í boði og þrír litir eru á klæðningum. Til dæmis cedrus-viður og svo erum við með 100% viðhaldsfríar klæðningar, þannig að það þarf aldrei að bera á pottinn.“
Með hverju mælið með varðandi vatnsnotkun í heitu pottanna?
„Kaupendur eru farnir að hafa sírennsli í pottinum. Það er að segja að það er alltaf vatn í hitaveituskelinni og hún tilbúin til notkunar. Kostnaður á heitu vatni á svona skel fyrir hvern mánuð miðað við að hafa sírennsli og lok og góða hitastýrisgrind frá Danfoss er í kringum tvö þúsund krónur. Er þá miðað við að það sé alltaf 39 gráðu heitt vatn í pottinum og potturinn ávallt tilbúinn til notkunar.“
Allar nánari upplýsingar er hægt að fá hjá þeim í verslun þeirra heitirpottar.is að Höfðabakka 1, 110 Reykjavík, eða þá í síma 777 2000. Þeir hjá heitirpottar.is leggja ávallt áherslu á að reyna veita persónulega og góða þjónustu.
Heitirpottar.is
Höfðabakki 1
við Gullinbrú
110 Reykjavík, Iceland
Sími: 777 2000
[email protected]
www.heitirpottar.is
Opnunartímar
Alla virka daga: 10:00-17:00
Lokað á laugardögum og sunnudögum
Aðalmynd / Unnur Magna