Svart stál og gróf viðaráferð koma sterk inn | Mannlíf

Stúdíó Birtingur

1 september 2018

Svart stál og gróf viðaráferð koma sterk inn

Þessa dagana hjá Vogue fyrir heimilið er verið að taka upp einstaklega fallegar og vandaðar gjafavörur frá nýrri vörulínu. Þvílíkt augnakonfekt til að njóta og fegra heimilið. Við hittum Kolbrúnu Birnu Halldórsdóttur, verslunar- og rekstrarstjóra, og fengum smáinnsýn í það sem koma skal.

Þessar vörur sem voru að koma í hús eru einstaklega fallegar og grípa augað. Getur þú aðeins sagt okkur frá þessari nýju vörulínu?

„Boltze er þýsk vörulína sem inniheldur mikið af fallegri gjafavöru, borðum, hillum og fleira skemmtilegu sem auðvelt er að breyta með eða bæta á heimilinu með litlum tilkostnaði.“

Vogue fyrir heimilið er ávallt að stækka og auka vöruúrvalið, er ekki einstaklega skemmtilegt og gefandi að geta raða hinu ýmsu vörum saman?

„Ó, jú. Það er alveg ótrúlega gaman, þetta hefur verið ævintýri líkast síðastliðin fjögur ár eftir að við fluttum hingað í Síðumúlann. Ég nærist sjálf á því að fegra umhverfið, svo er ég náttúrlega með svo frábært fólk hérna með mér í verslunni.“

Hvað er það nýjasta sem koma skal í vetur?

„Við höfum tekið mikið inn af litlum borðum sem skemmtilegt er að raða saman við sófann eða nota sem innskotsborð, hillum, glervösum, bökkum sem hafa haldið velli í nokkur ár og ég vona svo sannarlega að það haldi áfram, alltaf gaman að dekúreta með bökkum, vösum og fleira.“

Eru einhverjir litir eða áferð sem eru vinsælli en annað þessa stundina?

„Mildir gamaldags litir eru móðins í dag. Varðandi áferðina þá er stálið alltaf vinsælt og grófur viður sem er meðal annars flottur við svart stál. Tvinna saman stáli og við er flott kombó.“

Myndir / Aldís Pálsdóttir

Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Sjá einnig

Stúdíó Birtingur

fyrir 2 dögum

Veik fyrir gömlum bárujárnshúsum

Lesa meira

Stúdíó Birtingur

fyrir 2 dögum

Kraftur, bjartsýni og einhugur í fólki

Lesa meira

Stúdíó Birtingur

fyrir 1 viku

Náttúruleg þrenna fyrir athygli og minni

Lesa meira

Stúdíó Birtingur

fyrir 2 vikum

Komdu að prútta!

Lesa meira
Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is