Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Þetta þarftu í gönguferðina á gosstöðvarnar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hér er listi yfir þann búnað sem nauðsynlegur er til að fara í slíka göngu að vetrarlagi. Nú er búið að stika leiðina að gosstöðvunum og það er hægt að komast nær en áður á bíl. Samt sem áður er gönguleiðin um úfið hraun og erfitt landslag í um þrjár klukkustundir. Þeir sem leggja í slíka göngu þurfa að vera með rétta útbúnaðinn og vera í góðu líkamlegu formi. Þá er mikilvægt að fylgjast vel með veðurspá og tilkynningum frá almannavörnum.

Göngufatnaður
  • Góðir gönguskór
  • Ullar göngusokkar
  • Ullarnærföt
  • Peysa úr ull eða flís
  • Göngubuxur
  • Húfa og vettlingar
  • Úlpa
Í bakpokann
  • Öflugt höfuðljós ef farið er í myrkri eða dimmir áður en komið er til baka
  • Göngustafir
  • Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
  • Broddar, ef þurfa þykir
  • Vatnsbrúsi
  • Hitabrúsi með heitum drykk
  • Neyðarskýli/álteppi og flauta
  • Smurt nesti fyrir daginn
  • Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
  • Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
  • Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír ( taka með sér saur og salernispappír í poka til byggða ef fólk er að gera stykkin sín í hrauninu )
  • Sími og hleðslubanki
  • GPS tæki eða gps í síma

Engin bómullarföt!

Þeir sem vilja leiðsögn á gosstöðvarnar geta haft samband við Ferðafélag Íslands, sem á svör við flestu sem varðar útivist. Fjallakofinn býður upp á allt sem þarf í gönguna.

Góða og örugga ferð [🙂]

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -