Mánudagur 18. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Úrval af því besta til sýnis

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rúmfatalagerinn verður með tvo bása á Lifandi heimili um helgina í Laugardalshöll. Á stærri básnum verða rúm og ýmis húsgöng til sýnis. Glæsileg útihúsgögn verða til sýnis á minni básnum.

Það er óhætt að segja að bás Rúmfatalagersins hafi slegið í gegn á síðustu heimilissýningu Lifandi heimili sem haldin var árið 2017 í Laugardalshöll. Um 25.000 manns komu við á básnum á sýningunni sem Ívar Þórður Ívarsson, verslunarstjóri Rúmfatalagersins á Smáratorgi, segir að hafi verið frábær.

„Það varð allt vitlaust! Sýningin 2017 var rosalega vel heppnuð og sýningargestir voru svo sannarlega ánægðir með þátt okkar. Við buðum upp á geggjuð tilboð og allt rauk út enda nánast örtröð við básinn okkar. Því var ákveðið að gera enn betur í ár og núna ætlum við að bjóða upp á tvo bása, einn mjög stóran 55 fermetra bás á besta stað fyrir framan sviðið og annan minni 36 fermetra bás.“

Stóri básinn verður eins og stórt T í laginu og myndar í raun þrjú sýningarhólf að sögn Ívars. „Ofan á T-inu, ef svo má segja, sýnum við þrjú vinsælustu rúmin okkar sem höfða til nær allra aldurshópa ásamt svefnherbergishúsgögnum. Hin tvö hólfin sýna annars vegar stofuhúsögn og hins vegar stofu- og herbergishúsgögn. Bæði stofu- og herbergishúsgögnin eru sýnishorn af vinsælustu vörum okkar í þeim vöruflokki.“

Rúmfatalagerinn sýnir þrjú vinsælustu rúmin á sýningunni um helgina.

Grínverð í boði

Á minni básnum ætla starfsmenn Rúmfatalagersins að sýna úrval af vinsælustu útihúsgögnum verslunarinnar. „Rúmfatalagerinn býður upp á eitt mesta úrval landsins af útihúsgögnum og við ætlum að bjóða bestu bitana á geggjuðum afslætti. Sýningargestir eiga eftir að segja „ertu að grínast með verðið á þessu?“ og klára kaupin á staðnum. Þarna er ég að tala um vörur eins og útisófasett, borð, stóla, minni borð og fleira sem hægt er að setja á pallinn heima til að hafa það huggulegt í góða veðrinu heima.“

Með Ívari og öðrum starfsmönnum Rúmfatalagersins verður Soffía Dögg Garðarsdóttir, sem jafnan er kennd við heimilisbloggið Skreytum hús.

- Auglýsing -

„Soffía hefur áður unnið með okkur en hún er alltaf með mjög skemmtilegar lausnir varðandi ýmis konar útstillingar. Í sameiningu ætlum við að svara spurningum gesta og eiga tvo góða daga í Laugardalshöll. Eftir sýninguna 2017 voru viðskiptavinir okkar enn að tala um básinn okkar og tilboð tveimur til þremur mánuðum seinna og sýningin um helgina verður ekki síðri.“

Á sérstökum bás má sjá úrval af glæsilegum útihúsgögnum.

Nánari upplýsingar á www.rfl.is.

Stúdíó Birtíngur
Í samstarfi við Rúmfatalagerinn

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -