Mánudagur 23. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Afar ósáttur við að Amaro-skiltið fari aftur upp í haust: „Mér finnst þetta mjög skrýtið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einn eiganda Hafnarstrætis 99 í miðbæ Akureyrar er afar ósáttur við þá fyrirætlan að gamla Amaro-skiltinu verði komið upp aftur utan á húsið, eftir þriggja ára fjarveru. Skiltinu verður komið upp fyrir Akureyrarvöku sem haldin verður 30. ágúst til 1. september, að sögn Þórhalls Jónsonar fyrrum kaupmanns.

Akureyri.net sagði frá því á dögunum að Amaro-skiltið, sem fyrir löngu er orðið eitt af kennileitum bæjarins, verði komið upp aftur á Amarohúsinu, eftir að hafa gengist undir yfirhalningu en skiltið var tekið niður fyrir þremur árum síðan, enda orðið ansi lúið.

Einn eigenda Hafnarstrætis 99, Hörður Rögnvaldsson, segist hafa orðið mjög hissa þegar hann las það á Akureyri.net að skiltið yrði sett utan á húsið að nýju. Segist Hörður ekki hafa heyrt mikið um málið frá því að skiltið var tekið niður 2021. „Ég er stærsti einstaki eigandi hússins fyrir utan Ríkiseignir og það hefur ekkert verið talað við mig,“ segir Hörður við Akureyri.net.

Skiltið var áberandi utan á Amaro-húsinu svokallaða í áratugi en upphaflega var það ljósaskilti. Peran var hins vegar löngu sprungin þegar skiltið var tekið niður sumarið 2021. Þá var sagt frá því að til stæði að endurnýja skiltið, lýsing yrði sett í það aftur og því síðan komið fyrir á sama stað fljótlega. Það var þó ekki fyrr en í síðustu viku sem fréttist aftur af skiltinu þegar upplýst var að áætlað væri að koma því upp aftur fyrir Akureyrarvöku í lok ágúst.

Ósáttur

Hörður á hluta annarrar hæðar Amarohússins og verslunarpláss á jarðhæð. „Mér finnst þetta mjög skrýtið. Ég hef ekki verið spurður og skil ekki að einhver maður úti í bæ ætli að setja skilti utan á hús sem hann á ekkert í og ekki í samráði við eigendur hússins,“ segir hann.

- Auglýsing -

Segist Hörður hafa beið um að fá að fylgjast grannt með, þegar skiltið var tekið niður 2021. „Það eina sem ég vissi þá var að skiltið yrði tekið niður, hugmyndir væru um að laga það og setja jafnvel upp aftur, en ég sagði reyndar strax að ljósaskilti færi ekki upp á sama stað. Ég rek gistiheimili á annarri hæð og skiltið var þar beint fyrir utan.“

Akureyri.net spurði Hörð hvort mögulegt sé að málið hafi verið unnið í gegnum húsfélag Hafnarstætis 99 en hann kveðst ekki vita til þess. „Mér hefur að minnsta kosti ekki verið sagt frá því. Svona mál verður að taka fyrir á fundi. Það verður að gera hlutina rétt,“ segir hann og ítrekar að afstaða hans hafi ekki breyst: „Ég vil ekki að þetta skilti fari aftur upp.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -