Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og L-listinn á Akureyri hafa náð saman; flokkarnir þrír komust að samkomulagi um að mynda nýjan meirihluta í bæjarstjórn; þessir flokkar eru því saman með sex bæjarfulltrúa.
Flokkarnir þrír sendu frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að ætlunin sé að kynna málefnasamning 1. júní næstkomandi.
Var þetta þriðja tilraunin til að mynda starfhæfan meirihluta á Akureyri.
Tvær tilraunir höfðu áður verið gerðar til mynda meirihluta á Akureyri fyrir næsta kjörtímabil; meirihlutaviðræður Miðflokksins, Samfylkingar, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks urðu að engu í gær og sagði þá oddviti Samfylkingar að óyfirstíganlegur málefnaágreiningur hafi verið á milli flokkanna; meðal annars í velferðarmálum, umhverfismálum, loftslagsmálum og skipulagsmálum.
Áður höfðu Framsóknarflokkurinn, L-listinn og Sjálfstæðisflokkur reynt að mynda meirihluta en án árangurs.