Miðvikudagur 13. nóvember, 2024
7.2 C
Reykjavik

Appelsínugulur Porche ók inn á Reykhóla MYNDIR

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skrúðakstur dráttarvéla af öllum gerðum og aldri sýndu sig og sína á Reykhólum í gær. Fjölmargir íbúar og gestur fylgdust með viðburðinum sem er árlegur fylgifiskur Reykhóladaga. Fólk lét ekki rigningu eð akulda hafa áhrif á sig. Elstu vélarnar sem streymdu inn í þorpið voru frá því landbúnaðurinn væelvæddist fyrir alvöru, allt að 70 ára og þær yngstu tröllvaxnar hátæknigræjur sem henta nútímabúskap.

Farmall Cub var algengur með sinn rauða lit. Þá mátti sjá nokkra Deutz sem eru grænir eins og margir vita. Blár Ford var í skrúðsýningunni. Hinir gráu Ferguson traktorar voru áberandi, enda einhver vinsæ,lasta tegund landsins á sínum tíma. Mesta athygli vakti þó appelsínugul Porche-dráttarvél á óræðum aldri sem rúllaði léttilega inn í þorpið. Íbúar tóku andköf þegar hann birtist.

Myndirnar tala sínum máli.

 

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -