Sunnudagur 19. janúar, 2025
2.7 C
Reykjavik

Austfirðingar sáu dularfullt loftfar í gærkvöldi – Stjörnu Sævar vissi upp á hár hvað það var

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
„Sá einhver skært og furðulegt ljós á norðuhimni í kvöld? Eða sér jafnvel enn?“ Þetta skrifaði Sævar Helgi Bragason eða Stjörnu Sævar á Facebook í gærkvöldi en fjöldi Austfirðinga sá furðulegt loftfar hátt á lofti í gær og veltu fyrir sér hvað væri eiginlega í gangi.

Ýmsar kenningar voru settar fram á Facebook, en flestir töldu að annað hvort væri um að ræða veðurbelg frá Veðurstofu Íslands eða njósnabelg frá Kína. Hvorugar kenningarnar reyndust þó réttar.

Stjörnu Sævar var auðvitað með það á hreinu hvaða dularfulla loftfar þetta var.

Gefum honum orðið:

„Þetta er sólarsjónauki sem kallast Sunrise III. Hann svífur í loftbelg í heiðhvolfinu í um 36 km hæð til þess að nema útfjólublátt ljós sem ósonlagið annar gleypir. Sjónaukinn er að rannsaka segulsvið sólarinnar.

Sunrise III var sendur á loft í gær, 10. júlí, frá Kiruna í Svíþjóð.“

Þá vitum við það.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -