Fimmtudagur 26. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Austfirsk skip hjálpuðu við leitina að skipverjum Kambs

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tvö austfirsk skip hjálpa við leitina að tveimur skipverjum sem saknað er eftir að línuveiðiskipinu Kambi hvolfdi í fyrradag við Færeyjar.

Fram kemur hjá Austurfrétt að austfirsku uppsjávarveiðiskipin Barði og Hoffell hafi tekið þátt í leitinni að tveimur skipverjum er línuveiðiskipið Kambi hvolfdi í fyrradag. Samkvæmt fréttum á vef Varnar, færeyska fiskveiðieftirlitsins og sjóbjörgunarmiðstöðvarinnar, var klukkan um átta að íslenskum tíma, morguninn 6. febrúar, er Kambi hvolfdi eftir að skipið fékk á sig brotsjó suður af Færeyjum. Tókst að bjarga 14 skipverjum með hjálp þyrlu en tveggja er enn saknað.

Mannanna hefur verið leitað síðan en austfirsku skipin eru nefnd í frétt Varnar, í hópi þeirra skipa sem aðstoðað hafa við leitina, en þar má einnig finna veiðiskip frá Rússlandi og Írlandi, sem og flugvélar frá Bretlandi og Danmörku. Barði og Hoffell voru á svæðinu við kolmunnaveiðar.

Fram kemur í færeyskum fjölmiðlum að leitað hafi verið til klukkan tíu í fyrradag en varðskipið Brimil haldið leit áfram í nótt. Veðrið versnaði í gær en áfram var leitað úr lofti. Einn neyðarsendir fannst úr Kambi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -