Vikublaðið Austurglugginn fagnar tuttugu ára afmæli sínu þessi dægrin. Blaðið er gefið út af Útgáfufélagi Austurlands, rétt eins og Austurfrétt.
Þann 31. janúar árið 2002 kom fyrsta tölublað Austurgluggans út en það varð til eftir að Austri, málgagn Framsóknarlokksins á Fljótsdalshéraði og Austurland, málgagn Alþýðubandalagsins í Neskaupsstað, slökktu á prentvélum sínum. Var markmiðið að búa til óháð og kröftugu landshlutablaði.
Austurfrétt segir frá afmælinu í dag.
Líkt og sjá má á forsíðunni á fyrsta tölublaðinu var sagt frá áformum nýrra eigenda Eiða en ætlunin var að búa til alþjóðlegt mennta og menningarsetur sem og stofna Kjarvalsstofu.
Einnig er þar fjallað stuttlega um kvikmyndatöku á James Bond myndar á Jökulsárlóni og opnun Café Margret við Breiðdalsvík. Aukreitis er sagt frá því að Malarvinnslan hafi hlotið viðurkenninguna Þorrann fyrir framlag til atvinnumála.
Fyrsti ritstjóri blaðsins var Brynjólfur Þorvarðarson, Katrín Oddsdóttir blaðamaður og Erla Traustadóttir framkvæmda- og auglýsingastjóri. Núverandi ritstjóri blaðsins er Gunnar Gunnarsson sem einnig ritstýrir Austurfrétt.