Mánudagur 23. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Bæjarstjórn Vestmannaeyja áhyggjufull vegna uppbyggingar á Skerjafirði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsir yfir áhyggjum vegna uppbyggingar á Skerjafirði.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja tók fyrir umræðu um samgöngumál á fundi sínum í gær en þar var meðal annars rætt um fyrirætlanir ríkisins og Reykjavíkurborgar um að hefja undirbúning íbúðaruppbyggingar í Skerjafirði. Frá þessu er sagt á eyjafrettir.is.

Eftirfarandi ályktun sendi bæjarstjórnin frá sér vegna málsins:

Bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsir yfir áhyggjum vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í Skerjafirði. Með ákvörðuninni verður samkomulagi ríkisins og Reykjavíkurborgar frá 2019 teflt í tvísýnu þar sem forsenda þess var að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar þar til nýr flugvöllur er tilbúinn til notkunar.

Reykjavíkurflugvöllur sinnir mikilvægu hlutverki og er lífæð landsbyggðanna. Með uppbyggingu í Skerjafirði gæti öryggi landsbyggðanna verið ógnað gagnvart sjúkraflugi og nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu sem og aðgengi almennings, atvinnulífi og stjórnsýslu að mikilvægum innviðum.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja skorar á borgarstjórn að fresta byggingaráformum og virða í hvívetna samkomulag ríkis og borgar frá 2019 þar til framtíðarlausn innanlandsflugs er tryggð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -