- Auglýsing -
Bifreið endaði ofan í Fjarðará á Seyðisfirði á laugardagskvöld síðastliðið. Einn leitaði til læknis eftir óhappið. Lögreglan rannsakar málið.
Samkvæmt frétt Austurfréttar um málið voru tveir einstaklingar í bifreiðinni en þeir komust sjálfir úr bílnum en bíllinn endaði nálægt bakkanum.
Lögreglan kannar nú ástæður slyssins en grunar að bílnum hafi verið ekið of hratt.