Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Björn með hjartnæma færslu um Grindavík: „Svona atburður leggst eins og illvíg mara á sálina“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Björn Birgisson saknar gamla lífsins í Grindavík.

Samfélagsrýnirinn frá Grindavík, Björn Birgisson skrifaði hjartnæma Facebook-færslu í gær þar sem hann talar um það sem hann saknar mest frá Grindavík og talar um nýtt tímatal, sem byrjar 10. nóvember 2023.

„Nú er komið nýtt tímatal!

Alla vega hjá mér.
Hef nú ekkert afdrifaríkara að miða við en hamfarirnar 10. nóvember 2023.
Þannig að eftir eina viku verða liðnir 4 mánuðir af þessu nýja lífi sem okkur Grindvíkingum var úthlutað af náttúrunni sjálfri, með einhverju inngripi manna frá degi til dags.
Ég lifi því nýja lífi, en mér hugnast það ekki.
Sakna fyrra lífs sárlega.
Alls, eins og það leggur sig.
Yfirgefið heimilið vegur þyngst, öll hin góða aðstaða þar, þar sem minningabanki lífs míns er staðsettur.
Sakna bílskúrsins sem var allt í senn, athvarf fyrir rafbílinn, golfhjólin, listasmiðja, aðstaða fyrir málun og sprautun, viðgerðarverkstæði og geymsla fyrir flest allt sem geyma þurfti – sumt til þess eins að henda síðar!
Sakna bæjarins.
Sakna fólksins.
Hafnarinnar, sjávarins, brimsins.
Einfaldlega alls.
Sakna þess að vera ekki að höndla með harðfisk, en það fannst mér gríðarlega skemmtilegt.
Útimarkaðir þegar veðrið var gott voru viss toppur á tilverunni.
Karlinn, í fínu lopapeysunni sem Ingibjörg prjónaði, að spjalla við glaðlegt fólk og horfa á iðandi mannlífið á þönum.
Einfaldlega yndislegt.“

Í seinni hluta færslunnar talar Björn um það sem gæti verið framundan. Segir hann að atburður eins þessi, leggist „eins og illvíg mara á sálina.“

„Hvað gæti verið framundan?
Það er mér algjörlega hulin ráðgáta.
Þetta er ekki kjörstaða fyrir neinn og alls ekki fyrir fólk komið vel inn á áttræðisaldurinn.
En nokkuð víst er að lífið sem lýst er hér að ofan er gengið sinn veg og kemur ekki aftur í sömu mynd.
Nú er bara að reyna að horfa fram á veginn og gera hvern dag bærilegan.
Þetta hljómar kannski undarlega en svona atburður, atburður sem kippir öllu hinu daglega úr sambandi, leggst einfaldlega eins og illvíg mara á sálina.
Okkar staða er þrátt fyrir allt miklu betri en margra annarra, við erum bara tvö, börnin löngu flogin úr hreiðrinu og ekki erum við með neinn rekstur.
Maður hristir svona nokkuð ekki af sér eins og eitthvert kusk af hvítflibbanum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -