Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Bleiki fíllinn leggur upp laupana: „Við í hópn­um erum þó orðin lúin”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Forvarnarhópurinn Bleiki fíllinn hefur tekið þá ákvörðun að hætta eftir 10 ára farsælt starf. Var hann upprunalega stofnaður sem forvarnarhópur ÍBV og þjóðhátíðarnefndar.

Eyjar.net segir frá málinu en þar kemur fram að á vefsíðu Þjóðhátíðar árið 2012, hafi verið tilkynnt að þann 28. júní, 2012 hafi grasrótarhreyfin í Vestmannaeyjum og þjóðhátíðarnefnd ÍBV, ákveðið að stofna forvarnarhóp ÍBV. „Hópurinn hefur fengið það hlutverk að standa fyrir sérstöku átaksverkefni gegn kynferðisofbeldi og verður það verkefni áberandi á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.”

Í gær kom fram í færslu á face­book-síðu hóps­ins að eftir tvær MeToo-byltingar hefði vafalítið mikið áunnist þó enn sé langt í land.

„Við í hópn­um erum þó orðin lúin og telj­um að nú séu kafla­skil í starfi okk­ar. Hver sem framtíðin verður vilj­um við nota tæki­færið nú og þakka fyr­ir ómet­an­leg­an stuðning gegn­um árin. Við hóf­um störf í afar ólíku lands­lagi en við sjá­um nú. Orðræðan var allt önn­ur og viðhorf til kyn­ferðisof­beld­is voru oft­ast nær ein­föld; þagga niður þetta óþægi­lega mein sam­fé­lags okk­ar. Slag­orð okk­ar voru því skýr: Það er bleik­ur fíll í stof­unni, vanda­mál sem all­ir vita af en eng­inn vill ræða. Því þarf að breyta,“ seg­ir í færsl­unni.

Hópurinn hvetur þó fólk til að halda áfram að bera merki hópsins en með því sé verið að stuðla að vitundarvakningu. „Þegar þið berið merki hóps­ins eruð þið að stuðla að vit­und­ar­vakn­ingu og umræðu. Ekki hætta því. Þannig eruð þið hluti af lausn­inni en ekki vand­an­um. Þið viljið ekki bleika fíla í ykk­ar liði, þið viljið að fólk ræði um mik­il­vægi samþykk­is, þið styðjið þolend­ur, þið viljið ekki stinga hausn­um í sand­inn, þið viljið stuðla að breyt­ing­um.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -