Vegagerðin óskaði eftir tilboðum í október í Breiðafjarðaferju, til siglinga í Breiðafirði. Aðeins barst eitt tilboð.
Bæjarins Besta segir frá að í útborðinu hafi staðið:
„Skipið mun sigla milli Stykkishólms og Brjánslækjar sem er flokkað sem „C Class“ hafsvæði. Áætlað er að gera samning um leigu á skipinu án áhafnar í 5 mánuði, frá 1. janúar 2023 til 31. maí 2023, með möguleika á að kaupa skipið.“
Var opnað fyrir tilboð 25. nóvember síðastliðinnn en aðeins eitt tilboð barst. Kom það frá hinu norska fyrirtæki Torghatten Nord AS og hljóðaði upphæðin upp á 2,082,530 evrur en kostnaður var áætlaður 1,400,000 evrur. Var munurinn því 683.000 evrur eða rúmar 100 milljónir króna.