- Auglýsing -
Framkvæmdir á brú yfir Þorskafjörð er í fullum gangi en brúin mun stytta leiðina til Ísafjarðar um níu kílómetra.
Brúin verður 260 metra löng og tvíbreið. Liggur nýi vegurinn frá Kinnarstöðum að Þórisstöðum og muni eins og áður segir, stytta Vestfjarðaveginn um níu kílómetra.
Aðalverktakinn er Suðurverk en Vegagerðin gerir ráð fyrir að smíði brúarinnar og frágangi ljúki í lok september á þessu ári. Þá á verkinu öllu að vera lokið í júní á næsta ári. Áætlað er að smíði brúar og frágangi við hana verði lokið í lok september á næsta ári. Verkinu öllu á síðan að ljúka í júní 2024.