Miðvikudagur 25. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Dalrós ungaði út æðafugli og gengur með hann í taumi – MYNDIR

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dalrós Líf Richter, sem verður 16 ára í desember, spígsporar daglega um Akranesbæ með hund og æðafugl í bandi. Ungaði hún sjálf út egginu og hefur alið fuglinn upp frá upphafi eða frá 15. júlí á þessu ári.

Dalrós og dýrin. Ljósmynd: Hanna Stína

Dalrós Líf hefur að sögn fjölskyldu hennar alltaf verið mikil dýra manneskja en hún elskar öll dýr, stór sem smá. „Og ef manni vantar að vita eitthvað um dýr hvort sem það sé tegundaheiti á smæstu könguló eða eitthvað annað þá spyr maður bara hana,“ segir í skriflegu svari til Mannlífs. Ætlar stúlkan sér að verða dýralæknir og byrjaði í haust á náttúruvísindabraut í FVA.

Hundur og æðafugl er ekki einu dýrin hennar Dalrósar en þau eru um 15 talsins. Hún á hænur, hamstur, fiska, mjölorma og ofurorma. Þá er einnig köttur á heimilinu. Æðafuglinn, Kappi Dúdu, er ekki fyrsta villta dýrið sem hún hefur verið með en hún hefur einnig fengið hagamýs hjá ömmu sinni og afa, sem hafa komið inn hjá þeim. „Og ein varð svo gæf hjá henni að hún gekk með hana bara á öxlinni og í vösum og músin fékk jafnvel að kúra í hárinu á henni“.

Dalrós með Kappa og hundinn.
Ljósmynd: Hanna Stína

Dalrós útskýrði hvað varð til þess að hún ól upp Kappa Dúdu í TikTok myndbandi. „Ég og fjölskyldan fórum að keyra með hundinn upp að fjöru utanbæjar og ég veit að æðavörp koma í bylgjum og ég sá nokkur hreiður og sá að allir ungarnir í kring nokkuð stálpaðir og nánast fullorðnir. Svo kom ég að hans hreiðri en það voru þrjú egg í því en það eiga að vera þrjú til sex egg í hreiðri. En allir ungarnir í kring voru svo stálpaðir að það var óeðlilegt að hann var ekki búinn að klekjast út. Já og hans systkini í hreiðrinu, miðað við hvað allir hinir voru orðnir stórir.“ Útskýrir Dalrós að því lengur sem unginn er í egginu, því meiri áhætta fylgi, rétt eins og þegar barn er of lengi í kvið móður sinnar.

Dalrós ákvað að taka eitt eggið og reyna að klekja það út. Hún var ekki með útungunarvél en lagði eggið upp að sér til að halda hita á því. „Og hann var í þrjá daga í egginu. Ég fór með svona ljós upp að egginu og sá að miðað við æðarnar þá var hann þremur dögum of seinn að klekjast út. Ungarnir eiga að vera í 28 daga í egginu.“ Á degi 29 hafði unginn gert litla sprungu í skurnina en svo fór að Dalrós varð að hjálpa honum. „Ég þurfti að hjálpa honum pínu með flísatöng en passa að fara ekki í himnuna því þar eru æðar sem eru tengdar í naflastrenginn og við ungann sjálfann. En þegar ég sá að naflastrengurinn var laus gat ég náð honum út án vandræða. Og ég var fyrsta dýrið og manneskjan sem hann sá, hann klaktist út í hendinni minni.“

Kappi í öllu sínu veldi.
Ljósmynd: Hanna Stína

Stuttu síðar kíkti Dalrós aftur í hreiðrið og sá að annað eggið hafði náð að klekjast en hitt ekki. Eftir að hún lýsti upp eggið sá hún að það var orðið að fúleggi. Systir hennar tók það varlega í sundur með flísatöng, ef ske kynni að það mat væri rangt. Inni í egginu var dáinn ungi en himnan var mjög þykk, rétt eins og himnan sem var í eggi Kappa. „Hann hafði ekki komist út, það var einhver galli í egginu,“ útskýrði Dalrós og hélt áfram: „Himnan á sem sagt að vera eins og klósettpappír sem þú getur stungið í gegnum með tannstöngli en hans himna var eins og að taka Covid-grímu, brjóta hana í tvennt, pússa niður tannstöngulinn og reyna svo að stinga. Hann var bara ekki að komast út. Þannig að hann [Kappi, innsk. blaðamanns] hefði endað sem fúlegg úti í fjöru en er nú bara mannelskur asni.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -