Leiðsögumaður við Norðurá í Borgarfirði varð var við veiðiþjófa við Kálfhyl. Lögreglan kom á vettvang og eiga mennirnir von á hárri sekt.
Skessuhorn segir frá að snemma í gærkvöldi hafi leiðsögumaður við Norðurá í Borgarfirði var við tvo menn við ólöglegar veiðar Kálfhyl. Var Magnús Fjeldsted veiðivörður kallaður á vettvang sem kallaði í kjölfarið lögreglu á svæðið. Sagði Magnús að um hafi verið að ræða tvo unga Dani sem dvöldu í sumarhúsi í Munaðarnesi. Þeir höfðu tekið bát sem veiðimenn nota til að ferja sig yfir ána, í leyfisleysi og voru að veiðum með spún er til þeirra sást. Segir Magnús að fleiri dæmi séu um veiðiþjófa þetta sumarið en þeir eru ávalt kærðir til lögreglu.
Mega Danirnir búast við hárri fjársekt en þeir héldu því fram að í heimalandi þeirra væru þær reglur að almenningur megi veiða í ám ef þeir sleppa fiskinum. „Slíkt er í besta falli ótrúverðugar hrútskýringar,“ segir Magnús Fjeldsted við Skessuhorn.