Föstudagur 27. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Einkaþota kyrrsett á Egilsstaðaflugvelli – Ekki talin lofthæf

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í vikunni kyrrsetti Samgöngustofa erlenda einkaþotu á Egilsstaðaflugvelli, þar sem hún var ekki talin lofthæf en áætlað var að fljúga vélinni úr landi.

Samkvæmt Austurfrétt kom flugvélin til Hornafjarðar frá Evrópu í lok ágúst í fyrra og stóð þar þar til á miðvikudag. Austurfrétt sendi fyrirspurn til Samgöngustofu um málið en í svari stofnunarinnar kemur fram að flugstjóri vélarinnar hafi óskað eftir að fá að fljúga henni til Bretlands frá Höfn. Spánn var svo lokaáfangastaðurinn með eldsneytisstoppum á leiðinni.

Þar sem Hornafjarðarflugvöllur er ekki gildur millilandaflugvöllur þarf undanþágu fyrir slíku flugi en beiðninni var hafnað vegna þess að rökstuðningurinn þótti ekki nægjanlegur. Kaus þá flugstjórinn að fljúga vélinni til Egilsstaða en Samgöngustofa hafði ekki gefið leyfi fyrir því.

Ekki vildi betur til en svo að við lendingu á Egilsstaðaflugvelli sprakk á vinstra aðalhjóli vélarinnar. Í um tvo klukkustundir var vélin stopp á flugbrautinn, á meðan henni var komið út af og var því brautin lokuð á meðan. Ekki hafði lokunin þó áhrif á áætlunarflug samkvæmt Austurfrétt. Var atvikið tilkynnt til Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Fengust þær upplýsingar frá nefndinni að þar sem afleiðingarnar hefðu ekki verið alvarlegri teldist ekki um rannsóknarefni að ræða, heldur flugatvik.

Eftirlitsmenn voru sendir austur eftir að Samgöngustofa fékk ábendingu um að ástand flugvélarinnar væri ekki ásættanlegt, eftir að hún fór frá Hornafirði. Fundu þeir meira athugavert við vélina en sprungna dekkið, meðal annars það að hún hafði ekki lofthæfi. Var því ástand hennar metið óásættanlegt og hún í kjölfarið kyrrsett.

Flugvélin hefur verið skráð í Portúgal en hún ber einkennisstafina CS-DOQ en hún er af gerðinni Cessna 551 Citation II/SP og er smíðuð árið 1979. Hún tekur átta farþega.

- Auglýsing -

Flugmálayfirvöld í Portúgal vinnur með Samgöngustofu að úrlausn málsins en stofnunin hóf á miðvikudag hlaðskoðun á vélinni, en það er umfangsmikil öryggisúttekt gerð eftir samevrópskum reglum og er skráð í miðlægan gagnagrunn. Hefur lögreglunni á Austurlandi verið tilkynnt um málið. Fram kemur í frétt Austurfréttar að vélin sé skráð í einkaeigu, samkvæmt flugsíðum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -