Síðastliðinn mánudag var brotist inn í íbúð og geymslur í Þorlákshöfn en einn var handtekinn vegna málsins, sem nú er til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi.
Samkvæmt Sunnlensku stöðvaði lögreglan á Suðurlandi tíu ökumenn í upphaf vikunnar vegna hraðaksturs en sá sem ók hraðast var á 120 km/klst hraða. Þá var einn próflaus ökumaður stöðvaður en hann reyndist undir áhrifum áfengis.
Minnir lögreglan að nú sé sá árstími kominn að hálkan er mætt á götur, auk þess sem dimma tekur fyrr en ella og algjört myrkur er á nóttunni. Vill lögreglan aukreitis benda ökumönnum á að fara vel yfir bifreiðar sínar og kanna þá sérstaklega ljósabúnað.