Föstudagur 13. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Eldur kviknaði í etanóltækjum Mjólkusamlagsins á Sauðárkróki: „Sprengihætta í lágmarki“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Upp kom eldur í eimingarturni Mjólkursamlagsins á Sauðárkróki síðastliðinn laugardag. Verið var að keyra prufueimingu niður er eldurinn kviknaði.

Forstöðumaður samlagsins, Magnús F. Jónsson segist í samtali við Feyki, lítið geta sagt til um atvikið annað en það að útlit er fyrir að kviknað hafi í út frá rafmagni.

Ljósmynd af brunanum hefur farið sem eldur í sinu um samfélagsmiðlana.

Samkvæmt Feyki höfðu starfsmenn samlagsins snör handtök og náðu þeir að ráða niðurlögum eldsins áður en slökkviliði kom á vettvang. Segir Magnús ómögulegt að meta tjónið að svo stöddu. Slökkviliðsstjóri Brunavarna Skagafjarðar, Svavar Atli Birgisson, staðfesti að eldurinn hafi kviknað úr frá rafmagni. Segir hann eldinn ekki tengjast etanólinu sjálfu.

Mikið hefur verið rætt um það í samfélaginu fyrir norðan að mikil sprengihætta sé af væntanlegri etanólframleiðslu en Svavar segir slíkt tal byggt á misskilningi. „Þetta er algengur misskilningur. Það er búið að brunameta og allt tekið út af óháðum aðilum. Sprengihætta á svæðinu er óveruleg. Umræðan var að mörg hundruð metrar væru undir og jafnvel heilbrigðisstofnunin í hættu en svo er ekki. Ég var á bakinu á þeim við hönnunina og eflaust hundleiðinlegur en starfsleyfi hefði aldrei fengist ef svo væri,“ segir Svavar í samtali við Feyki og fullyrðir að meiri sprengihætta sé á bensínstöðvum. „Búið er að reikna út að ef óhapp verður og hugsanleg sprenging, hefði það kannski áhrif nokkra metra frá tankinum, sem er 33 þúsund lítra niðurgrafinn tankur og í steyptri gryfju. Um turninn sjálfan loftar vel og því safnast ekki fyrir gufur og sprengihætta í lágmarki.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -