Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Elísabet vígir bátinn Hrafn Jökulsson á laugardaginn:„Ég er viss um að andi hans mun fylgja bátnum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Strandhreinsibáturinn Hrafn Jökulsson verður vígður á laugardaginn. Bubbi Morthens samdi ljóð fyrir Elísabetu Jökulsdóttur af því tilefni.

Á laugardaginn mun Elísabet Jökulsdóttir vígja bát sem skýrður var í höfuðið á bróður hennar, Hrafni heitnum Jökulssyni en athöfnin fer fram á Siglufirði klukkan 14:00. Af því tilefni hringdi Elísabet í Bubba Morthens og spurði hann hvort hann ætti ekki til falleg ljóð um hafið en nokkrum mínútum síðar hringdi hann til baka og var þá búinn að semja ljóð. Mun Elísabet lesa það við athöfnina.

„Ég á að vígja bátinn og það verður frumflutt ljóð eftir Bubba Morthens og ný sjóferðarbæn eftir Snorra Ásmundsson, þannig að þetta verður heilmikill viðburður,“ segir Elísabet í samtali við Mannlíf. Og hún hélt áfram: „Þannig að þetta verður Bubbi, Snorri og ég. Ég flyt ljóðið hans Bubba, Bubbi er í útlöndum.“

Segist Elísabet hafa hringt í hann um daginn og spurt hann hvort hann væri með eitthvað ljóð um hafið. „Ég hrindi í hann og sagði „veistu um eitthvað ljóð um hafið, það á að fara að vígja bát?“ og hann sagði „Já, ég skal finna ljóð fyrir þig“. Og svo hafði hann samband fimm mínútum seinna og sagði „Hér er ljóðið, ég var að yrkja það“.“

Samkvæmt Elísabetu eru það Veraldarvinir sem sjá um að reka bátinn en Róbert Guðfinnsson útgerðarmaður sér um peningalega hliðina á rekstri bátsins.

Hrafn Jökulsson, rithöfundur og aðgerðarsinni, sem lést í september 2022, var síðustu ár sín ansi duglegur að hreinsa fjörur á Ströndum og vakti mjög mikla athygli á mikilvægi þess að halda fjörum landsins hreinum af rusli. Báturinn Hrafn Jökulsson mun því halda minningu og málefnum Hrafns á lofti um ókomna tíð.

- Auglýsing -
Hrafn Jökulsson að hreinsa fjörur á Ströndum.

Á hópsíðu Veraldravina á Facebook birtist nýverið ljósmyndir og myndskeið af bátnum glæsilega og eftirfarandi texti: „Hrafn Jökulsson SI fluttur til Akureyrar með Samskipum og fer síðan til Siglufjarðar sem er hans heimahöfn. Róbert Guðfinnsson fær sérstakar þakkir fyrir hans framlag til þessa verkefnis. Þetta fallega fley mun gagnast okkur vel við hreinsun strandlengjunnar. Við höfum saknað vinar okkar Hrafns frá því að hann féll frá og ég er viss um að andi hans mun fylgja bátnum hvert sem hann fer. Laugardag 13 júlí kl. 14.00 verður veraldarvinadagur og hátíð á Siglufirði. Ég hvet ykkur til þess að mæta ef þið hafið tök á.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -